Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Helga Guðrún afhendir hér Guðrúnu þjóðgarðsverði formlega fyrsta pokann.
Helga Guðrún afhendir hér Guðrúnu þjóðgarðsverði formlega fyrsta pokann.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 27. maí 2025

Fjölnota ruslatínslupokar úr gömlum kjólum í Jökulsárgljúfrum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og gefandi verkefni og síðar í sumar ætlum við að bæta við fleiri pokum en þeir verða stærri en þessir, sem við erum að taka í notkun núna,“ segir Helga Guðrún Sigurjónsdóttir, landvörður í Jökulsárgljúfrum í Vatnajökulsþjóðgarði.

Hún notaði veturinn til að sauma fjölnota ruslatínslupoka af mikilla ástríðu og vandvirkni, sem verða notaðir við ruslatínslu í sumar. Á hverju sumri tína landverðir á svæðinu mikið magn af rusli á svæðinu eins og við tjaldsvæði, bílastæði, meðfram göngustígum og við útsýnisstaði. Hingað til hafa verið notaðir plastpokar til að safna ruslinu í en til að draga úr plastnotkun verða fjölnotapokarnir hennar Helgu Guðrúnar notaðir. Pokarnir eru litlir, fara vel í vasa og þá má draga saman með reim.

„Pokarnir eru saumaðir úr endurnýttu efni, sem við fengum frá Rauða krossinum og efni sem við fundum hér og þar. Þar kennir ýmissa grasa en sturtuhengin eru sérstaklega góð og úreltir fánar, íþróttaföt, gamlir kjólar og fleira henta einnig vel. Við trúum því að þessi aðgerð muni ekki aðeins minnka rusl heldur einnig hvetja aðra til að hugsa um umhverfið okkar. Við erum stolt af þessari nýju uppfærslu og vonum að hún verði til góðs fyrir náttúruna okkar”, segir Guðrún Jónsdóttir, þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfri.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...