Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Myndin er frá verðlaunaafhendingu mótsins.
Myndin er frá verðlaunaafhendingu mótsins.
Mynd / Þorsteinn Magnússon
Líf og starf 12. maí 2025

Fjölmennu Reykjavíkurskákmóti lokið

Höfundur: Gauti Páll Jónsson, gauti.pj@hotmail.com

Dagana 9.–15. apríl fór Reykjavíkurskákmótið fram. Um er að ræða alþjóðlegt skákmót sem haldið er árlega, og undanfarið við glæsilegar aðstæður í tónlistarhúsinu Hörpu.

Mótið er elsti menningar- og íþróttaviðburður sem ber nafn borgarinnar, en mótið var fyrst haldið árið 1964. Metþátttaka var í ár, 419 þátttakendur frá 51 landi. Vinsældir mótsins virðast aukast með hverju árinu og færri komust að en vildu, keppnissalurinn var einfaldlega stappfullur.

Sigurvegari mótsins var Íraninn geðþekki Parham Maghsoodloo með sjö og hálfan vinning af níu. Efstur á oddastigum þeirra sem fengu sjö vinninga var enginn annar en goðsögnin Vasyl Ivanchuk frá Úkraínu. Hann er 56 ára gamall og eitt besta dæmi þess að skákmenn halda styrkleika sínum miklu lengur en flestir aðrir íþróttamenn. Það kemur kannski ekki á óvart, skák er hugaríþrótt, en þó er mikill kostur að halda sér í góðu líkamlegu formi, enda er það mikið átak að tefla kappskák.

Árangur Íslendinga var undir væntingum en þrír Íslendingar fengu þó 6,5 vinning: Vignir Vatnar Stefánsson, Bragi Þorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson. Bragi var nálægt því að vinna í síðustu umferð en varð að sætta sig við jafntefli. Þannig rann honum úr greipum skipt 2.–12. sæti. Þeir Vignir og Bragi fengu á dögunum úthlutun úr nýjum afrekssjóði í skák og munu tefla talsvert á næstunni. Gangi þeim vel!

Eftir mótið fór í gang lífleg og uppbyggileg umræða um fyrirkomulag mótsins, sem er algjörlega opið: Allir keppendurnir 419 tefla í sama flokki. Þetta er umdeilt kerfi sem kemur sér illa fyrir afreksmenn, nema auðvitað þeir standi sig mjög vel. En misstígi maður sig, getur tekið mikinn tíma að vinna sig upp aftur. Mótið hentar vel áhugamönnum og börnum, en ætti að mínu mati að gera það líka þótt það yrði tvískipt við ákveðinn fjölda elo-stiga, en það er kvarði sem sýnir styrkleika manna í skák. Skáksambandið brást við með því að senda út könnun til keppenda um fyrirkomulag mótsins. Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr könnuninni. Allavega er Reykjavíkurskákmótið komið til að vera, sem einn skemmtilegasti skákviðburður í heimi, á ári hverju.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Skylt efni: Skák

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...