Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Endurnýja á gamla unmennafélagsreitinn sem er við lóðamörk húsanna í Skógartröð. Trén eru komin til ára sinna og munu falla á næstu árum og ef reiturinn á að viðhaldast þarf að planta fremur stæðilegum trjám í hann og verja meðan þau eru að vaxa úr grasi.
Endurnýja á gamla unmennafélagsreitinn sem er við lóðamörk húsanna í Skógartröð. Trén eru komin til ára sinna og munu falla á næstu árum og ef reiturinn á að viðhaldast þarf að planta fremur stæðilegum trjám í hann og verja meðan þau eru að vaxa úr grasi.
Fréttir 15. febrúar 2018

Fjölmargar hugmyndir um nýtingu skóglendis

Eyjafjarðarsveit festi nýlega kaup á  skóglendi ofan Hrafnagilshverfis, en áður tilheyrði aðeins lítill hluti þess sveitarfélaginu. Á þessu svæði er m.a. Aldísarlundur sem um árabil hefur nýst skólasamfélaginu afar vel. Með stækkun þessa svæðis, ofan Aldísarlundar, opnast ýmsir möguleikar til útivistar, kennslu og leikja bæði fyrir skólasamfélagið og íbúa.
 
Sveitarstjórn hefur áhuga á að ráðast í framkvæmdir á svæðinu sem væru til þess fallnar að auka samveru og útivist íbúanna. Efnt var til hugmyndasamkeppni þar sem leitað var til íbúa sveitarfélagsins um hvernig best væri að nýta svæðið. Fjölmargar hugmyndir bárust.
 
Berjaland
 
Ein hugmyndanna snýst um að nýta skóglendið sem berjaland fyrir íbúa, m.a. með því að grisja bjartan skóg með hindberjum, rifs- og sólberjum, hrúta- og laxaberjum og jarðarberjum sen njóta skjóls í skóginum. Gjöfult berjaland mætti einnig nýta við kennslu. Bent er á að víða í útlöndum eru matarskógar, en ekki er vitað til að slíkt hafi verið reynt hér á landi. 
 
Þá var varpað fram hugmyndum um að staðsetja grillhús á svæðinu, setja upp rennirólu og einnig að setja upp hjólabraut í gegnum skóginn, sem gæti nýst sem fjallaskíðabraut að vetrarlagi. Frisbígolfvöllur var nefndur og eins að útbúa svonefndan berfættra, eða skynjunarstíg, sem er með margvíslegu yfirborði, hörðu og mjúku.
 
Fullbúin útikennsluaðstaða
 
Nefnt var og að setja upp líkamsræktartæki í skóginum sem og leiktækjum  og þá helst úr efniviði skógarins. Einnig að setja upp fræðsluskilti um trjátegundir, blómgróður, fugla, skordýr og sveppi sem líklegt er að séu á svæðinu. Einnig væri gott að þróa áfram aðstöðu fyrir leik- og grunnskóla til að fullbúin útikennsluaðstaða yrði í skóginum. Stalla má setja í brekku við skógarskýlið, koma upp salernisaðstöðu  í skóginum og eins þyrfti drykkjarvatn að vera aðgengilegt þar yfir sumarmánuðina.Þá var og nefnt að ljúka þyrfti við göngustíg frá göngubrú frá Aldísarlundi upp á mel norðan Reykár en þar vantar góð þrep.
 
Menningarsögulegt gildi
 
Endurnýja á gamla ungmennafélags­reitinn sem er við lóðamörk húsanna í Skógartröð. Trén eru komin til ára sinna og munu falla á  næstu árum og ef reiturinn á að viðhaldast þarf að planta fremur stæðilegum trjám í hann og verja meðan þau eru að vaxa úr grasi. Þessi reitur var oft kallaður Aldísarreitur vegna þess að Aldís á Stokkahlöðum annaðist lengst af um hann, hann hefur því menningarsögulegt gildi og mikilvægt að halda við því sem eftir er af honum. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...