Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjöldatakmarkanir vegna gangna og rétta miðaðar við 300 manns
Mynd / Bbl
Fréttir 7. september 2021

Fjöldatakmarkanir vegna gangna og rétta miðaðar við 300 manns

Höfundur: smh

Sóttvarnaleiðbeiningar vegna gangna og rétta út hafa verið gefnar út. Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út almenna undanþágu varðandi fjöldatakmörk í réttum á öllu landinu á grundvelli þess að um kerfislega og efnahagslega mikilvæga starfsemi sé að ræða og verða fjöldatakmarkanir því miðaðar við 300 manns en ekki 200 eins og almennt tíðkast.

Ef ekki er hægt að tryggja framkvæmd gangna og rétt miðað við 300 manns þarf að sækja um undanþágu. Vegna fjöldatakmarkana er mælst til þess að gestir komi ekki til réttarstarfa. Því verður fylgt strangt eftir að við réttarstörf séu ekki fleiri en 300 manns. Fjöldatakmörkun tekur ekki til barna sem fædd eru 2016 eða síðar. Eins metra fjarlægðartakmörk eru innan dyra.

Grundvallarsmitgát gagnvart öllu fólki

Í leiðbeiningunum eru tilmæli um að grundvallarsmitgát sé alltaf viðhöfð gagnvart öllu fólki. Varðandi þrif og umgengni í fjallaskálum er lögð áhersla á að lofta vel út og þrífa umhverfi því smitefni frá þeim sem eru hugsanlega sýktir geti breiðst út við hósta og hnerra og sest á yfirborð í umhverfinu.

Nálgast má leiðbeiningarnar á vef Bændasamtaka Íslands, þar sem gátlistar fyrir göngur og réttir er að finna.

Leiðbeiningarnar voru unnar í samstarfi almannavarna, sóttvarnalæknis, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...