Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fjölbreytt verkefni
Mynd / ghp
Fréttir 27. febrúar 2024

Fjölbreytt verkefni

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Margþættar umræður sköpuðust á deildarfundi hrossabænda. Stofnverndarsjóður, hrossakjötsafurðir, starf ábyrgðarmanns hrossaræktar, drómasýki og þóknun formanns báru á góma.

Nanna Jónsdóttir, formaður búgreinadeildarinnar, fór yfir störf deildarinnar á árinu og stöðu WorldFengs en fyrir liggur að uppfæra þarf upprunaættbókina. Aðkoma hrossabænda að búvörusamningum voru einnig rædd en fram kom að stjórn deildarinnar hafi átt fund með ráðherra vegna þeirra.

Á fundinum voru haldin nokkur erindi. Berglind Margo Þorvaldsdóttir kynnti starfsemi Horses of Iceland sem búgreinadeildin er aðili að. Fyrirhugað er að bjóða ræktendum upp á sérstakan samstarfssamning við verkefnið.

Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri RML kynnti hlutverk fyrirtækisins og verkefni þess tengt hrossarækt og hrossahaldi. Fram kom í máli Karvels að starf ábyrgðarmanns í hrossarækt verði auglýst og mun verkefni starfsmannsins ráðast af þeim einstaklingi sem ráðinn verður en verkefni verða einnig dreifð til annarra starfsmanna fyrirtækisins.

Fundurinn afgreiddi ellefu tillögur sem vísað var ýmist til stjórnar búgreinadeildarinnar eða til vinnslu hjá Bændasamtökum Íslands.

Tillögurnar fjölluðu um markaðssetningu hrossakjötsafurða, um áreiðanleika uppruna hests og fótabúnað hrossa á WR mótum, um aðgengi myndefnis Landsmóts á WorldFeng og um mikilvægi rannsókna á drómasýki. Einnig var samþykkt að leggja til hækkun á þóknun formanns búgreinadeildar hrossabænda. Þá samþykkti fundurinn að hætta að verðlauna kynbótaknapa ársins.

Breyting var á stjórn búgreinadeildarinnar. Vignir Sigurðsson og Eysteinn Leifsson gáfu ekki áfram kost á sér en í stað þeirra voru þeir Agnar Þór Magnússon og Jón Vilmundarson kjörnir í stjórn.

Þeir verða auk þess fulltrúar hrossabænda á búnaðarþingi ásamt Nönnu Jónsdóttur, formanns deildarinnar.

Skylt efni: deild hrossabænda

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...