Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Glæsilegur brúðarvöndur með rósum og öðru fallegu efni. Myndir / Rósa Björk Jónsdóttir.
Glæsilegur brúðarvöndur með rósum og öðru fallegu efni. Myndir / Rósa Björk Jónsdóttir.
Á faglegum nótum 7. apríl 2020

Fjölbreytt og skapandi nám í blómaskreytingum

Höfundur: Bryndís Eir Þorsteinsdóttir

Sérstök blóma­skreytinga­braut er við Garðyrkjuskóla LbhÍ á Reykjum í Ölfusi, rétt við Hveragerði. Uppbygging náms­ins skiptist í bóklegt nám tvo vetur í skólanum og verknám sem fer fram á verknámstað, t.d. í blómaverslunum. Fjarnám er á hálfum hraða og tekur fjögur ár auk verknáms. 

Á námstímanum fá nem­endur kennslu og þjálfun í öllum helstu aðferðum við með­höndlun og notkun blóma við blóma­skreytingar. Ítarlega er farið yfir form og litafræði og nemendur vinna með öll algengustu stílbrigði blómaskreytinga.  Nemendur fá innsýn í rekstur blómaverslana og læra að setja fram vörur í verslunum. Auk þess er farið yfir meðferð afskorinna blóma og greina sem og pottaplöntur og meðferð þeirra.

Blanda bóknáms og verklegra æfinga

Námið er skemmtileg blanda af bóklegum áföngum og verklegum æfingum þar sem nemendur vinna fjölbreytt verkefni undir handleiðslu sérmenntaðra blóma­skreyta og sköpunargleðin fær svo sannarlega að njóta sín. Skólinn er lítill og nemenda­hópurinn samheldinn og þéttur, í náminu verða gjarnan til vinabönd sem halda ævina á enda.  

Blómaskreytingar henta vel þeim sem eru skapandi og finnst gaman að vinna með fallegt lifandi efni.

Að námi loknu fá nemendur starfsheitið blómaskreytir eða garðyrkjufræðingur af blómaskreytingabraut.

Eftir brautskráningu bjóðast margir möguleikar eins og að starfa sjálfstætt sem blómaskreytir og taka að sér fjölbreytt verkefni. Blómaskreytir getur séð um rekstur í blómabúð, ann­ast heild­sölu eða ráðgjöf til viðskipta­vina ásamt útstillingum í verslunum eða í tengslum við stærri viðburði. Starfið er ákaflega fjölbreytt og blómaskreytar eru þátttakendur í stærstu viðburðum í lífi viðskiptavina sinna, svo sem stórafmælum og brúðkaupum. 

Listrænn og skapandi starfsvettvangur

Námið býður upp á möguleika á framhaldsnámi erlendis auk þátttöku í alþjóðlegum keppnum á sviði blómaskreytinga. Þetta er tilvalinn vettvangur fyrir list­rænt og skapandi fólk sem hefur gaman af því að sinna handverki með lifandi efnivið. Starf blómaskreytis er áhugavert og fjölbreytt og getur veitt ýmis tækifæri í lífinu.

Orkidea er oft kölluð drottning blómanna.

Við erum byrjuð að taka við skráningum fyrir næstkomandi haust, þannig að tækifærið er núna. Nánari upplýsingar um námið má finna á heimasíðu skólans, www.lbhi.is.

Nemendur og kennarar á brautinni mæla með því að fólk fylgi þeim á facebook: Blóma­skreytingabraut Garðyrkju­skólinn Lbhí og á instagram: blóma­skreytingabraut_lbhi.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...