Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ráðist verður í allsherjarhreinsun á íslensku strandlengjunni á næstu 3–5 árum.
Ráðist verður í allsherjarhreinsun á íslensku strandlengjunni á næstu 3–5 árum.
Mynd / smh
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Höfundur: smh

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju Íslands, samtals um 20 milljónir króna.

Styrkirnir eru veittir sem hluti aðgerðaráætlunar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í plastmálefnum sem heitir Úr viðjum plastsins. Aðgerðin felur í sér að sett er af stað átak til 3 – 5 ára til allsherjarhreinsunar strandlengjunnar af plasti og öðrum úrgangi.

Styrkhafarnir eru eftirfarandi:

 Styrkhafi
 Styrkupphæð

 Blái herinn

 7,500.000 kr.

 Veraldarvinir

 7,500.000 kr.

 Ocean Missions

 2,500.000 kr.

 Seeds

 2,500.000 kr.

Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að hreinleiki sjávar sé Íslandi afar mikilvægur og strandhreinsanir gegni þar veigamiklu hlutverki. Tilgangurinn með styrkveitingunum sé að strandlengja Íslands verði hreinsuð með skipulegum hætti, hreinsuðum ströndum verði haldið við, efla vitundarvakningu hjá almenningi um mikilvægi strandhreinsana og virkja áhugasama aðila til þátttöku í átaki um hreinsun strandlengjunnar.

„Það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi þess að draga úr plastmengun á ströndum og á hafi. Frjáls félagasamtök og sjálfboðaliðar hafa gegnt lykilhlutverki við þessa hreinsun. Við viljum styðja þau í þessu verki,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...