Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bændahöllin, Hótel Saga, við Hagatorg í Reykjavík.
Bændahöllin, Hótel Saga, við Hagatorg í Reykjavík.
Mynd / H.Kr.
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða möguleikann á að ganga til samnings um kaup á Hótel Sögu. Húsnæðið er sagt geta hentað til að koma starfsemi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands fyrir á háskólasvæðinu en sú deild er nú staðsett í Stakkahlíð og Skipholti.

Þar segir einnig að forsenda fyrir því að til álita kæmi að ganga til kaupa á Hótel Sögu er að eignin bjóðist á hagstæðum kjörum. Kostnaður við kaupin er talinn vera um fimm milljarðar króna.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að Bændasamtök Íslands og ríkisvaldið hafi átt í viðræðum um hugsanleg kaup ríkisins á Hótel Sögu undir starfsemi Háskóla Íslands undanfarnar vikur.

„Eins og kemur fram í frumvarpinu er gerður fyrirvari um að kaupin verði á ásættanlegu verði fyrir ríkið og viðræður í gangi um það og hvað sé verið að kaupa. Við eru að skilgreina hvaða lausamunir muni fylgja húsinu og það hefur tekið tíma fyrir Háskólann að gera það upp við sig hvað þeir vilja fá.

Að öllum líkindum mun Félagsstofnun stúdenta fá hluta hússins til umráða og Háskólinn restina og ekki enn ljóst hvað þessir aðilar vilja hafa í húsinu við afhendingu.

Ég ítreka að kaupin eru enn á umræðustigi og ekki komin á blað enn.“ Gunnar segir að Bændasamtökin hafi leitast eftir að vera í húsinu í að minnsta kosti ár gangi kaupin eftir og hefur Háskólinn tekið vel í það.

Skylt efni: Hótel Saga | fjárlög 2020

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f