Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Fjármagn til Kew skorið niður
Skoðun 17. júlí 2014

Fjármagn til Kew skorið niður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Grænn litur er sagður róandi og oft notaður þar sem fólk á að slappa af. Grænt er samt ekki bara grænt því liturinn er til í margs konar tónum. Í grasagarðinum í Kew í London má sjá margar útgáfur af grænum lit, allt frá dökkgrænum laufum frumskógartrjáa yfir í eiturgræn blöð kjötætuplantnanna.

Gildi grasagarða er meira en margir halda því auk þess að vera sýningarsvæði fer þar fram mikilvægt vísindastarf.

Þegar ég var í námi í ethnobotany fór hluti námsins fram í Kew-garðinum og þar kynntist ég því gríðarlega mikla og mikilvæga vísindastarfi sem þar á sér stað bak við tjöldin. Mér brá því illilega í vor þegar ég sá að fjárveitingar til garðsins hafa dregist saman um hátt í fimm milljón pund á skömmum tíma, en það jafngildir hátt í milljarði króna.

Stjórnendur garðsins hafa bent á að slíkur niðurskurður muni lama starfsemi garðsins og að segja verði upp um 125 starfsmönnum vegna hans.

Kew hýsir eitt stærsta safn í heimi af þurrkuðum plöntum og eru mörg þeirra frumeintök sem notuð eru til að greinaplöntur í tegundir. Þar er einnig að finna margar af sjaldgæfustu plöntum í heimi, sem sumar eru taldar útdauðar í náttúrunni, gríðarlegt safn af handverki, vörum og hlutum úr plöntum. Fyrir utan sýningarsvæðið sem er opið almenningi.

Attenborough til hjálpar

Fyrir skömmu gengu Jane Goodall, sem þekktust er fyrir rannsóknir sínar á simpönsum, og sjónvarpsmaðurinn David Attenborough til liðs við Kew. Bæði hafa þau lýst undrun sinni og hneykslun á því að svelta eigi garðinn fjárhagslega og segja skammsýni ráðamanna fyrir neðan allar hellur.

Á vorin er gaman að skoða krókusa og laukabeðin, auk þess sem kirsuberjatrén skarta þá sínu fegursta. Garðurinn er í fullum blóma frá því í júlí og fram í september og þá blómstra hrossakastaníurnar, sólblóminn og vatnaliljurnar. Haustlitir lauftrjánna í Kew eru stórfenglegir og engum öðrum líkir og margar tegundir bera litrík ber og aldin. Á veturna gefst aftur á móti tækifæri til að virða fyrir sér lögun trjánna og skoða á þeim börkinn sem er fjölbreyttari en margan grunar.

Kúluhattur úr korki

Í Pálmahúsinu er hægt að skoða plöntur úr hitabeltinu og í kjallara hússins er sýning á vatna- og sjávargróðri. Í The Prince of Wales Conservatory er að finna sýnishorn af mismunandi gróðurhverfum sem spanna allt frá eyðimörkum til hitabeltisins.

Þeir sem hafa áhuga á plöntunytjum ættu að kíkja á sýninguna Plants+People, þar sem hægt er að skoða ýmislegt áhugavert sem maðurinn fær og býr til úr plöntum. Í einum básnum er hægt að þefa af hinum ótrúlegustu ilmefnum sem jurtir gefa frá sér, en í öðrum eru hljóðfæri, smíðagripir, fatnaður ofinn úr ananasþráðum og kúluhattur úr korki. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...