Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fjármagn Matvælastofnunar til viðhalds varnargirðinga áætlað 45 milljónir í ár
Mynd / smh
Fréttir 4. júní 2020

Fjármagn Matvælastofnunar til viðhalds varnargirðinga áætlað 45 milljónir í ár

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur gefið út tilkynningu af gefnu tilefni, þar sem áréttað er að úthlutun fjárheimilda til viðhalds varnargirðinga sé ekki á hennar valdsviði. Fjármagn sem Matvælastofnun hafi til ráðstöfunar vegna slíkra verkefna sé áætlað 45 milljónir króna fyrir þetta ár.

„Fjárveitingarnar eru ákvarðaðar og greiddar af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Fjármagn til viðhaldsins hefur aukist á undanförnum árum og er áætlað að það verði 45 mkr á þessu ári,“ segir í tilkynningunni.

Á dögunum hvatti landbúnaðarráð Húnaþings vestra Matvælastofnun að endurskoða fjárveitingar til varnargirðinga í Húnaþingi vestra. Samkvæmt heimildum landbúnaðarráðsins stóð til að lækka fjárframlög til viðhalds á varnargirðingum á þessu ári og taldi ráðið að það yrði til þess að nauðsynlegt viðhald verði í lágmarki. Því mótmælti ráðið harðlega.

Heimild: Matvælastofnun

Matvælastofnun segir í tilkynningu sinni að aðkoma stofnunarinnar að viðhaldi varnargirðinga sé að forgangsraða ráðstöfun fjármuna, hvernig þeim er skipt á varnargirðingar á landinu. „Úthlutun fjár til tiltekinna viðhaldsverkefna hefur ekki verið ákvörðuð fyrir árið 2020 og liggur því ekki fyrir hvaða varnargirðingar fá meira eða minna fé en á síðasta ári. Úthlutunin tekur fyrst og fremst mið af sjúkdómastöðu milli varnarhólfa en einnig af ástandi varnarlína hverju sinni.

Áætlað fé til viðhalds varnargirðinga í ár er 45 mkr. Það er ekki skerðing frá því í fyrra. Þá fór kostnaður fram úr áætlun og var alls 48 mkr.

Víða er ástand varnargirðinga ekki gott og ljóst að sum landsvæði koma verr undan vetri en önnur. Varnargirðingar eru nauðsynlegur liður í að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma í dýrum og því er mikilvægt að tryggja fullnægjandi fjármagn til viðhalds þeirra, “ segir ennfremur í tilkynningunni.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...