Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fjárfest í skógareyðingu
Fréttir 25. júní 2020

Fjárfest í skógareyðingu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Komið hefur í ljós að bankar og fjárfestingafyrirtæki sem staðsett eru á Bretlandseyjum hafa fjárfest gríðarlega í þremur brasilískum kjötvinnslufyrirtækjum sem sökuð eru um mikla skógar­eyðingu í Amason undan­farin ár. Rannsóknin var gerð af Guardian, Unearthed og the Bureau of Investigative Journalism.

Upphæðin sem um ræðir er sögð vera 1,5 milljarðar Bandaríkjadala sem jafngildir tæpum 199 milljörðum íslenskra króna. Í kjölfar fjár­festinganna hafa þúsundir hektara af skóglendi verið felldir í Brasilíu til að ryðja land til nautgripaeldis og er stór hluti afurðanna fluttur út.

Bankar og skógareyðing

Meðal fjármálafyrirtækja sem nefnd eru í þessu sambandi eru Crédit Agricole, Deutsche Bank og Santander og eru fyrirtæki sögð hafa fjárfest í brasilísku fyrirtækjunum Marfrig, sem er annar stærsti kjötframleiðandi í Brasilíu, og Minerva, sem er næststærsti kjötútflytjandi landsins. Auk þess sem bresk fjármálafyrirtæki eru sögð eiga tugmilljóna hlut í JBS sem er stærsta kjötframleiðslufyrirtæki í heimi. Öll þessi kjötvinnslufyrirtæki hafa verið tengd við ólöglegt skógar­högg í Brasilíuhluta Amason­skóganna.

Talsmenn brasilísku fyrir­tækjanna þvertaka fyrir að eiga nokkurn þátt í skógareyðingu í Amason en segja á sama tíma að ekki sé nokkur leið að fylgjast með því hvaðan kjötið er upprunnið.

Háar upphæðir

Samkvæmt upplýsingum Guardian, Unearthed og the Bureau of Investigative Journalism fjárfesti HSBC banki í Manefrig og Minerva fyrir 1,1 milljarð bandaríkjadali á árunum 2013 til 2019 en það jafngildir tæpum 145 milljörðum íslenskra króna. Auk þess sem bankinn á hlutabréf í JBS fyrir þrjár milljónir dali, eða tæpar 400 milljónir króna.

Af öðrum fjármálafyrirtækjum sem sögð eru hafa fjárfest mikið í brasilískum kjötframleiðslu­fyrirtækjum sem hafa tengsl við skógareyðingu eru fjár­festinga­fyrirtækin Schroders, Standard Life Aberdeen og Lífeyrissjóðurinn Prudential UK.

Reglur um fjárfestingar og umhverfisáhrif

Nýjar reglur sem eru í vinnslu hjá Evrópusambandinu gera ráð fyrir að fjármálafyrirtæki sem starfa innan sambandsins verði í framtíðinni að gera grein fyrir þeim umhverfisáhrifum sem fjárfestingar þeirra geti haft.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...