Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Séð niður í Afvík, Hóls- og Bakkadal allt til Þorgeirsfjarðar..
Séð niður í Afvík, Hóls- og Bakkadal allt til Þorgeirsfjarðar..
Mynd / Bjarni E. Guðleifsson
Skoðun 5. ágúst 2016

Fjallgöngur á Gjögraskaga

Höfundur: Bjarni E. Guðleifsson

Út er komin glæsileg bók undir nafninu Fjöllin í Grýtubakkahreppi. Höfundur er Hermann Gunnar Jónsson, sjómaður á Grenivík, en Bókaútgáfan Hólar er útgefandi. Þetta er föngulegt rit þar sem lýst er ferðum Hermanns á nánast alla fjallatinda og fjallaskörð á Gjögraskaga. Hermann hefur með þessu ritverki opnað fyrir mönnum bæði stórgerða og smágerða fegurð óbyggðanna austan Eyjafjarðar og vestan Flateyjardals. Þessu hlutverki gegna ekki síst 259 fallegar og vel valdar ljósmyndir. Efni bókarinnar er tvískipt. Annars vegar lýsir Hermann fjallaverkefni sínu er hann í landlegum hóf að ferð- ast um fjöllin í heimabyggð sinni. Þetta er eins konar dagbók um ferðir Hermanns síðastliðin ár. Hins vegar eru nákvæmar gönguleiðalýsingar á fjöllin á svæðinu, oft aðrar leiðir en þær sem lýst er í fjallaverkefninu. Öllum þessum landlýsingum fylgja mjög góð landakort með örnefnum og einnig GPS-upplýsingar um vegalengd og hækkun leiðanna.

Texti Hermanns er lipur og fellur vel að myndum og kortum. Hann hefur með þessu ritverki skipað sér í raðir eyfirskra rithöfunda. Það er merkilegt að fylgjast með því hvernig sjómaðurinn stígur á land og hoppar síðan á hæstu fjallatoppana. Maður hefði fremur búist við að hann héldi sig við ströndina og láglendið, en Hermann hefur greinilega viljað takast á við erfiðara og meira ögrandi verkefni og hann leitaði upp brekkurnar til fjalla. Sjómaðurinn Hermann Gunnar frá Hvarfi í Bárðardal breytist þá í landkönnuð og rithöfund. Þetta minnir á það er verkamaðurinn Tryggvi Emilsson á áttræðisaldri lagði frá sér hakann og skófluna, skrifaði æviminningar og varð skyndilega eftirtektarverður rithöfundur. Á sama hátt afklæðist Hermann á besta aldri sjóklæðunum, reimar á sig gönguskóna, setur upp bakpokann, hverfur til fjalla og breytist í landkönnuð og rithöfund.

Við Hermann þekkjum vel þá gleðitilfinningu sem það getur veitt manni að standa á tindinum og horfa yfir fegurð landsins til allra átta. Oft hugsar maður til þess með eftirsjá að maður sé líklega einn að njóta stórkostlegrar fegurðar margra ferkíló- metra – fleiri mættu vera á fjöllum og njóta fegurðarinnar. Reyndar kemur í ljós við lestur bókarinnar að Hermann hefur verið einn í flestum ferðunum sem hann lýsir. Það er kannski ekki til fyrirmyndar, en hefur sem betur fer gengið slysalaust

Þessa bók þurfa allir íbúar Grýtubakkahrepps að eignast eða glugga í. Hún á reyndar erindi við miklu fleiri en íbúa þess svæðis vegna þess að lýsingarnar gagnast ekki síður aðkomumönnum sem eru ókunnugir svæðinu og vilja skoða landið gangandi, og þeim fer ört fjölgandi. Við væntum þess að Hermann láti ekki staðar numið hér heldur skrifi meira um fjöll og firnindi af sömu frásagnargleði, einlægni og áhuga og hann hefur gert í þessari nýútkomnu bók.

Hermann Gunnar og Bókaútgáfan Hólar: Til hamingju með fallegt bókverk. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...