Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fjallað um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í Landsskipulagsstefnu
Fréttir 17. júlí 2018

Fjallað um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í Landsskipulagsstefnu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur falið Skipulagsstofnun að hefja vinnu við gerð landsskipulagsstefnu sem feli í sér viðbætur við Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Gert er ráð fyrir að Landsskipulagsstefna 2015-2026 gildi áfram en að mótuð verði nánari stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála.

Lögð er áhersla á að í landsskipulagsstefnu verði sett fram stefna um hvernig beita megi skipulagsgerð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, stuðla að bindingu þeirra og bregðast við og aðlagast þeim loftslagsbreytingum sem eru óumflýjanlegar.

Þá er áhersla á að sett verði fram stefna um skipulagsgerð með tilliti til landslags í þéttbýli, dreifbýli og óbyggðum. Sérstaklega verði fjallað um óbyggð víðerni í því sambandi, skipulag vindorkunýtingar með tilliti til landslags og um skipulag með tilliti til landslagsverndar.

Loks er lögð áhersla á sett verði fram stefna og leiðbeiningar um skipulagsgerð sem stuðli að bættri lýðheilsu og vellíðan.

Auk framangreindra breytinga er Skipulagsstofnun falið að yfirfara gildandi stefnu varðandi haf- og strandsvæði með tilliti til nýrra laga um skipulag haf- og strandsvæða.

Gert er ráð fyrir að tillaga Skipulagsstofnunar að breytingu á Landsskipulagsstefnu 2015-2026 berist ráðuneytinu eigi síðar en í desember 2019.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...