Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Laxeldi í sjó.
Laxeldi í sjó.
Mynd / VH
Á faglegum nótum 24. október 2022

Fiskar finna til

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eftir margra ára þref og þras hafa vísindamenn og þeir sem setja reglur um dýravelferð í fiskeldi komið sér saman um að fiskar finni fyrir sársauka og að umgangast skuli þá í eldi samkvæmt því. Ekki síst þegar kemur að slátrun.

Nýlega sendi Aquaculture Stewardship Council, sem er leiðendi stofnun í fiskeldi, frá sér nýjar reglur sem auka eiga velferð fiska í eldi. Í reglugerðinni segir að fiskar finni fyrir sársauka, kvíða og stressi og að nauðsynlegt sé að slátra þeim á sem skjótastan og sáraukaminnstan hátt.

Samkvæmt nýju reglugerðinni verður að rota fiskana áður en þeir eru drepnir til að valda þeim ekki sárauka en samkvæmt núgildandi reglum víða um heim má drepa fiska með því að stöðva aðgang þeirra að súrefni eða með slægingu.

Nýju reglurnar eru sagðar vera stórt skref fram á við í velferð eldisfiska, ekki síst í ljósi þess að spár gera ráð fyrir að framleiðsla í fiskeldi verið meiri en afli úr sjó árið 2030.

Fiskar vitsmunaverur

Í frétt á Guardian er haft eftir talsmanni World Farming á Bretlandseyjum að líkt og önnur dýr séu fiskar vitsmunaverur og að auðvita eigi að umgangast þá sem slíka.

Samkvæmt reglugerðinni munu eldisstöðvar sem taka upp slátrun samkvæmt nýju reglugerðinni merkja afurðir sínar í samræmi við hana.

Þrátt fyrir að flestum þyki sjálfsagt að lóga dýrum á sem sáraukaminnstan hátt tók mörg ár að fá samþykkt að fiskar fyndu til sársauka eins og spendýr og fuglar og að umgangast ætti þá þannig.

Reglur fyrir humar og rækju

Í fyrstu gilda reglurnar eingöngu fyrir fiska en gert er ráð fyrir að samsvarandi reglur muni fljótlega taka gildi fyrir aðrar sjávarlífverur í eldi eins og rækjur og humar.

Skylt efni: dýravelferð | fiskar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f