Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Afleiðingar viðskiptabannsins við Rússa er m.a. að finnskir kúabændur misstu þar afar mikilvæg viðskipti. Á árinu 2015 féll nettóinnkoma bænda um 40% og svipað eða meira á síðasta ári vegna lækkunar á mjólk.
Afleiðingar viðskiptabannsins við Rússa er m.a. að finnskir kúabændur misstu þar afar mikilvæg viðskipti. Á árinu 2015 féll nettóinnkoma bænda um 40% og svipað eða meira á síðasta ári vegna lækkunar á mjólk.
Fréttir 28. mars 2017

Finnskir kúabændur uggandi yfir stöðunni

Höfundur: Bondebladet /ehg
Þegar Rússar lokuðu landamærunum árið 2014 fyrir mjólkurvörur frá Evrópusambandinu var það byrjun á mjög erfiðu tímabili fyrir finnska mjólkurbændur. 
 
Áður en mjólkurkvótarnir voru fjarlægðir í apríl árið 2015 áttu finnskir mjólkurbændur í erfiðleikum en rússneski markaðurinn var þeim mjög mikilvægur. 
 
Í lok árs 2014 var útflutningur á mjólkurvörum til Rússlands upp á um 750 milljónir evra og þar vógu vörur með aukið virði þyngst, eins og ostur og smjör í neytendapakkningum. Í Rússlandi voru margir efnamiklir neytendur sem keyptu vörurnar en salan stöðvaðist nánast á einni nóttu. Nú þurftu finnskir mjólkurbændur að hugsa nýjar leiðir og urðu þeir í staðinn að framleiða iðnaðarsmjör og mjólkurduft sem leiddi af sér tap upp á um 150 milljónir evra. Þetta var um 15 prósent af mjólkurverðinu sem hefur hríðfallið og ekki skilað sér aftur til bænda.
 
Árið 2015 féll nettóinnkoma bænda um 40 prósent og í fyrra voru tölurnar ekki betri og því eru finnskir mjólkurbændur uggandi yfir stöðunni.
 
Þrátt fyrir þetta hefur ekki verið mikið um gjaldþrot í greininni heldur hafa bændurnir ýmist hætt, tekið meiri lán eða gert samninga þannig að þeir geti haldið áfram og stóla á að bjartari tímar séu fram undan. 
 

Skylt efni: Finnskir kúabændur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f