Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Myndatextinn frá 2007 var á þessa leið: „Svínabú landsins eru ótrúlega tœknivœdd. Auðbjörn er hér við stfórnborðið ísvínahúsinu en með því stjórnar hann fóðruninni og ýmsu öðru.“
Myndatextinn frá 2007 var á þessa leið: „Svínabú landsins eru ótrúlega tœknivœdd. Auðbjörn er hér við stfórnborðið ísvínahúsinu en með því stjórnar hann fóðruninni og ýmsu öðru.“
Gamalt og gott 16. nóvember 2017

Finnsk kynbótasvín í einangrun í Hrísey

Fyrir 20 árum, þann 11. nóvember 1997, var á forsíðu Bændablaðsins greint frá því að fyrstu finnsku kynbótasvínin hefðu lokið einangrunarvist sinni í Hrísey og hefðu þau verið flutt á svínabú í landi. Það á ágætlega við að rifja þessa frétt upp í dag, en á forsíðu Bændablaðsins sem gefið var út í morgun er sagt frá því að fyrirhugað væri að setja 40 fyrstu fósturvísana af Angus-holda­nautakyninu frá Noregi upp á næstu vikum í kýr í nýrri einangrun­ar­stöð Nautgripa­ræktar­miðstöðvar Íslands ehf. á Stóra-Ármóti í Flóa. Fósturvísarnir komu til landsins 11. nóvember síðastliðinn.

Í gömlu fréttinni kemur fram að kynbótasvínin væru af Yorkshire- og landkyni, gylta og galtargrísir. „Auðbjörn Kristinsson í Hraukbæ í Glæsbæjarhreppi er einn þeirra svínabænda sem er með nokkur svín í framhaldseinangrun. „Þetta hefur gengið mjög vel og mér lýst afar vel á þessi svín," sagði Auðbjörn sem mun gæta þeirra dýra sem hann fékk í hálft ár áður en leyft verður að dreifa dýrum á milli allra búa. En hvað sér Auðbjörn við þessi dýr? „Við lögðum mikla áherslu á það núna að fá til landsins dýr með sterka og öfluga fætur. Ég tel að það hafi heppnast ágætlega. I mörgum ræktuðum stofhum hefur pörun reynst vandamál en mér sýnist að slíkar áhyggjur séu óþarfar þegar þessi dýr eru annars vegar. Hvað kjötframleiðsluna varðar þá á að vera hægt að vera með stærri skokka án þess að fita sé neitt vandamál. Vöðvabygging er góð og dýrin eru falleg,“ segir á forsíðunni þriðjudaginn 11. nóvember 2007.

Hægt er að skoða gömul tölublöð Bændablaðsins á vefnum timarit.is.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...