Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ragnar Bragason, bóndi á Heydalsá við Steingrímsfjörð, stóð uppi sem sigurvegari og Íslandsmeistari. Í öðru sæti varð Elvar Stefánsson í Bolungarvík og Guðmundur Gunnarsson á Kjarlaksvöllum í Saurbæ í þriðja sæti. Þetta er í fyrsta skipti sem Ragnar sigra
Ragnar Bragason, bóndi á Heydalsá við Steingrímsfjörð, stóð uppi sem sigurvegari og Íslandsmeistari. Í öðru sæti varð Elvar Stefánsson í Bolungarvík og Guðmundur Gunnarsson á Kjarlaksvöllum í Saurbæ í þriðja sæti. Þetta er í fyrsta skipti sem Ragnar sigra
Fréttir 30. ágúst 2018

Fimmtíu keppendur tóku þátt í hrútaþuklinu í ár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sunnudaginn 19. ágúst fór Íslands­meistara­mótið í hrútadómum fram á Sauð­fjársetri  á Ströndum og var mikið um dýrðir. Fjöldi fólks kom þar saman að skoða  hrútana, fylgjast með þuklurunum, skrafa og skeggræða í dásemdar veðurblíðu.

Um fimmtíu keppendur tóku þátt í mótinu að þessu sinni og áætlar starfsfólk Sauðfjársetursins að yfir 300 manns hafi heimsótt Sævang yfir daginn og skemmt sér konunglega. Keppt er í tveimur flokkum, annars vegar vanir hrútadómarar sem kunna að stiga hrúta eftir öllum kúnstarinnar reglum og er keppt um Íslandsmeistaratitil í þeim flokki. Í hinum riðlinum keppa óvanir hrútaþuklarar sem eiga að raða þessum sömu fjórum veturgömlu hrútum í gæðaröð og rökstyðja matið. Áður en keppnin hefst er dómnefnd jafnan búin að velja fjóra dálítið misjafna hrúta úr stærri hópi fyrir keppendur að leggja mat á, en að þessu sinni var Sigríður Ólafsdóttir, ráðunautur frá Víðidalstungu, yfirdómari.

Í flokki óvanra hrútaþuklara sigraði Elín Þóra Stefánsdóttir í Bolungarvík, í öðru sæti var Marinó Bjarnason á Eysteinseyri í Tálknafirði, í þriðja sæti voru Guðlaug Elíasdóttir og Hrefna Sigurgeirsdóttir í Minni Hlíð, Bolungarvík. Líklegt er að þau keppi öll um Íslandsmeistaratitilinn að ári.

Á hrútadómunum var einnig haldið líflambahappdrætti þar sem í vinninga voru frábær líflömb frá bændum á Ströndum og við Djúp. Lömbin voru frá  bæjunum  Broddanesi, Húsavík, Bassastöðum, Miðhúsum og Skjaldfönn. Góð þátttaka var í happdrættinu. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f