Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Grágola frá Flögu 1 í Skaftárhreppi er í hópi nýgreindra gripa með T137.
Grágola frá Flögu 1 í Skaftárhreppi er í hópi nýgreindra gripa með T137.
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talinn er mögulega verndandi gegn riðuveiki í sauðfé.

Áður var talið að hægt væri að rekja alla gripi með breytileikann niður á átta bú, með engin innbyrðis erfðatengsl, en nú er komið í ljós að þau eru 17.

Á undanförnum mánuðum hefur markvisst verið leitað að gripum með breytileikann, í kjölfar þess að gripir fundust á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit fyrir áramót og höfðu ekki tengsl við aðra þekkta gripi með hann. Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð, hefur leitt þessa vinnu og segir hún að einna markverðast við rannsóknirnar að

Karólína Elísabetardóttir.

undanförnu sé sú staðreynd að á bæjunum Jórvík og Snæbýli í Skaftárhreppi, þar sem búrekstur er sameiginlegur, hafi nýlega fundist 50 gripir með breytileikann.

Beiðni hafnað um formlega viðurkenningu

Síðasta sumar var samþykkt ný landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu, þar sem stefnt er að því að ná þessu markmiði með innleiðingu á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum. Aðeins breytileikinn ARR hefur verið viðurkenndur sem verndandi en T137 er viðurkenndur sem mögulega verndandi í þessari áætlun. Í byrjun þessa árs hafnaði matvælaráðuneytið beiðni sem barst frá bændahópnum „Breiðvirkt riðuþol strax“ um formlega viðurkenningu á breytileikanum sem verndandi gegn riðu, en erindið var stutt áliti alþjóðlegs vísindateymis sem hafði unnið að víðtækum rannsóknum á breytileikanum á Íslandi og Ítalíu.

Var beiðninni hafnað á þeim forsendum að ekki hafi verið einhugur um að skilgreina T137 sem verndandi arfgerð að svo stöddu. Óskað var umsagna frá Matvælastofnun, Tilraunastöðinni á Keldum og Landbúnaðarháskóla Íslands.

Mikilvægt að varðveita erfðafræðilegan fjölbreytileika

Karólína segir að niðurstöður umfangsmikilla rannsókna á Ítalíu hafi leitt í ljós að breytileikinn sé verndandi þar. Því sé ljóst að á undanförnu hafi á Íslandi fundist mikilvægar og verðmætar erfðaauðlindir.

„Mikilvægið felst líka í því að erfðafræðilegur fjölbreytileiki sé varðveittur í sauðfjárstofninum okkar og því fleiri góðir kynbótagripir sem finnast með verndandi og mögulega verndandi breytileika, því betra verður að byggja upp riðuþolinn stofn. Áhættan á erfðagöllum minnkar um leið.“

Allir 73 gripirnir með T137 voru neikvæðir

Karólína bætir við að athyglisverðar nýlegar rannsóknir renni frekari stoðum undir verndargildi T137- breytileikans. „Frá 2021 hefur alþjóðlegur vísindahópur rannsakað riðu á Íslandi, meðal annars frá Ítalíu. Breytileikinn er algengur þar en riða er sömuleiðis útbreidd sem skýrist af því að lítið er um markvissa ræktun á þolnum arfgerðum.

Nú er vitað að riðusjúkdómurinn sést fyrst í eitlunum á gripum, löngu áður en hann berst í heilann. Vegna tengsla okkar við ítölsku vísindamennina þá leituðum við eftir því nýlega að við fengjum hjá þeim eitlasýni úr nýlegum riðuniðurskurði á Ítalíu. Eitlar úr 73 kindum úr riðuhjörðinni, sem allar voru með T137-breytileikann, voru riðugreindir hér á Keldum og reyndust þeir allir vera neikvæðir. Þetta eru mjög áhugaverðar niðurstöður þar sem fjöldi sýna er marktækur og þær staðfesta að T137 býr yfir miklu mótstöðuafli gegn sjúkdómnum.“

Skylt efni: riðuveikivarnir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...