Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sindri frá Hjarðartúni og ræktendur hans gátu glaðst á Landsmóti hestamanna í sumar.
Sindri frá Hjarðartúni og ræktendur hans gátu glaðst á Landsmóti hestamanna í sumar.
Fréttir 17. nóvember 2022

Fimmtán bú tilnefnd til ræktunarverðlauna

Höfundur: Elsa Albertsdóttir ráðunautur, búfjárræktar- og þjónustusviði

Á ráðstefnu Fagráðs í hrossarækt 20. nóvember næstkomandi verður eins og hefðbundið er yfirferð um hrossaræktarárið, veittar verða viðurkenningar fyrir tilnefnd ræktunarbú.

Valíant frá Garðshorni á Þelamörk stóð uppi sem hæst dæmdi 4 vetra stóðhestur Landsmótsins.

Þá verða bæði hryssur og stóðhestar sem náðu lágmörkum verðlauna fyrir afkvæmi eftir haustútreikninga kynbótamatsins veitt viðurkenning og Undína Þorgrímsdóttir kynnir rannsóknarniðurstöður sínar um magasár í hrossum. Þá mun Þorvaldur Kristjánsson fjalla um kynbótahross á landsmótum fyrr og nú og í framhaldi verður haldin vinnustofa um aðkomu kynbótahrossa á Landsmótum. Fjallað verður um spurningar eins og hver sé tilgangur með þátttöku kynbótahrossa í Landsmótum, hvernig kynnum við ræktunarstarfið þar sem best, hvernig á aðkoma kynbótahrossa að Landsmótum vera og hver sé kostur þess að dæma hross á landsmótum að öllu leyti eða að hluta. Vonandi sjá sér flestir fært að mæta þann 20. nóvember í Samskipahöllinni í Spretti en ráðstefnan hefst klukkan 13.

Hvernig fer val á tilnefndum ræktunarbúum fram?

Þau bú sem Fagráð í hrossarækt tilnefnir ár hvert til ræktunarbúa ársins eru reiknuð út frá þeim hrossum sem koma til fullnaðardóms á kynbótasýningum auk hrossa sem ná lágmörkum afkvæmaverðlauna á árinu. Reglurnar eru skýrar og eru eftirfarandi:

Varðandi einstaklingssýnd hross er reglan að aðeins hæsti dómur hvers grips telji með og skiptir þá ekki hvar hrossið er sýnt, innanlands sem utan. Þau bú sem koma til greina eru bú sem að lágmarki sýna fjögur hross á árinu og þar af skulu að lágmarki tvö vera með 8.00 eða meira í aðaleinkunn. Í framhaldi er reiknuð aldursleiðrétt aðaleinkunn og skulu að lágmarki fjögur hross innan hvers tilnefnds bús hafa átta eða meira í þeirri einkunn.

Varðandi afkvæmahross sem hljóta viðurkenningu á árinu telja þau aukalega til meðaleinkunnar og fjölda sýndra hrossa. Hvert afkvæmahross bætir við 0.05 í meðaleinkunn og viðbættur fjöldi er eitt hross fyrir hverja heiðursverðlaunahryssu, tvö hross fyrir hvern fyrstu verðlauna stóðhest og svo fjögur hross fyrir hvern heiðursverðlaunastóðhest.

Þá er búum raðað upp eftir fjölda sýndra hrossa og leiðréttum aðaleinkunnum. Stig þessara þátta eru lögð saman fyrir hvert bú og raðað eftir skori. Fagráð tilnefnir á hverju ári 12 efstu búin til þessarar viðurkenningar og þegar það liggur fyrir hver þessi bú eru, er stigað og raðað að nýju innbyrðis svo endanleg röðun náist fram.

Tekið skal fram að sá hrossahópur sem kemur til álita ár hvert sem grundvöllur ræktunarbús ársins og þeirra búa sem tilnefnd eru verður að hafa sama uppruna (upprunanúmer). Skráðir ræktendur hrossanna verða að vera skráðir undir upprunanúmeri búsins. Undantekning er gerð ef tengja má saman tvö upprunanúmer ef viðkomandi ræktendur hafa flust búferlum eða rækta hross á tveimur jörðum, enda er um sama (eða sameiginlegan) rekstur að ræða. Til að Fagráð geti tekið tillit til þannig aðstæðna þarf að tilkynna þetta fyrir 1. maí ár hvert.

Tilnefnd bú eru eftirfarandi í stafrófsröð

Auðsholtshjáleiga, Gunnar Arnarsson, Kristbjörg Eyvindsdóttir og fjölskylda
Austurás, Haukur Baldvinsson, Ragnhildur Loftsdóttir og fjölskylda
Árdalur, Ómar Pétursson, Pétur Ómarsson og fjölskylda
Fákshólar, Jakob Svavar Sigurðsson, Helga Una Björnsdóttir
Garðshorn á Þelamörk, Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius
Hjarðartún, Óskar Eyjólfsson, Bjarni Elvar Pétursson og Kristín Heimisdóttir, Hans Þór Hilmarson og Arnhildur Helgadóttir
Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og OlilAmble
Lækjamót, Sonja Líndal Þórisdóttir, Friðrik Már Sigurðsson, Ísólfur Líndal Þórisson, Vigdís Gunnarsdóttir, Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, Þórir Ísólfsson og Elín Rannveig Líndal
Prestsbær, Inga og Ingar Jensen
Rauðalækur, Guðmundur Friðrik Björgvinsson, Eva Dyröyog Kristján Gunnar Ríkharðsson
Skagaströnd, Sveinn Ingi Grímsson, Þorlákur Sigurður Sveinsson
Skipaskagi, Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir
Steinnes, Magnús Jósefsson, Líney Árnadóttir, Jón Árni Magnússon og Berglind Bjarnadóttir
Sumarliðabær 2, Birgir Már Ragnarsson og Silja Hrund Júlíusdóttir
Þúfur, Gísli Gíslason og Mette Mannseth

Skylt efni: ræktunarbú ársins

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...