Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Jón Baldur Lorange framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar.
Jón Baldur Lorange framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar.
Mynd / smh
Fréttir 20. júní 2018

Fimm umsóknir bárust í aðlögunarstyrki að lífrænum búskap

Höfundur: smh

Fimm umsóknir um styrk til aðlögunar að lífrænum búskap bárust Búnaðarstofu Matvælastofnunar, en umsóknarfresturinn rann út um miðjan maí.

Að sögn Jóns Baldurs Lorange, framkvæmdastjóra Búnaðarstofu Matvælastofnunar er unnið að yfirferð umsókna og mun endanleg niðurstaða  um afgreiðslu aðlögunarstuðningsins liggja fyrir í september næstkomandi.

.

Markmið aðlögunarstyrkjanna er að aðstoða framleiðendur við að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru í vottaðri lífrænni búvöruframleiðslu og auka framboð lífrænna vara á markaði. Gert er ráð fyrir að hægt sé að styrkja hvern umsækjenda að hámarki um helming af áætluðum kostnaði við aðlögunina. Þó getur stuðningur aldrei numið meira en 20 prósent af þeirri heildarupphæð sem er til ráðstöfunar samkvæmt fjárlögum hverju sinni.

Afgangi síðasta árs ráðstafað í gegnum VOR

Á síðasta ári með nýjum búvörusamningum var bætt verulega við fjármagni til aðlögunar að lífrænum búskap og voru þá 35 milljónir króna til ráðstöfunar – sem var um tíföldun á fyrri stuðningi. Aðeins ein gild umsókn barst þá og gengu því rúmlega 31 milljónir af á síðasta ári. Jón Baldur segir að framkvæmdanefnd búvörusamninga hafi tekið ákvörðun um að ráðstafað þeim afgangi í samræmi við samning sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gerðí við VOR, sem er félagsskapur bænda í lífrænum búskap, og því séu þeir fjármunir ekki lengur á borði Matvælastofnunar.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...