Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Brennihlíð 3 – Sigurbjörg Guðjónsdóttir og Jón Sigurðsson.
Brennihlíð 3 – Sigurbjörg Guðjónsdóttir og Jón Sigurðsson.
Fréttir 17. október 2016

Fimm umhverfisviðurkenningar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sveitarfélagið Skagafjörður veitti á dögunum umhverfisviðurkenningar, þær voru alls fimm að þessu sinni. 
 
Soroptmistaklúbbur Skaga­fjarðar hefur séð um framkvæmdina þau tólf ár sem viðurkenningar hafa verið veittar. Fyrirkomulagið var með hefðbundnu sniði, sex hópar skiptu með sér svæðinu frá Fljótum inn allan Skagafjörð að Hofsvöllum og út að Hrauni á Skaga. Hóparnir fóru tvisvar um sitt svæði yfir sumarið og skiluðu inn tillögum. Frá þessu er sagt á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
 
Valnefnd klúbbsins hefur að mörgu að hyggja og endurskoðar reglulega viðmiðin varðandi matið. Sem dæmi um þau atriði sem horft er á og gefin einkunn fyrir er m.a. frágangur bygginga, geymsla tækja og áhalda, viðhald girðinga, almenn umgengni og heildarmynd húsa, lóða og sveitabýla.
 
Að sögn Soroptmistasystra er umgengni stöðugt að batna í sveitarfélaginu og íbúar að gera umhverfið snyrtilegt og fallegt en í þessu eins og mörgu öðru má oft gott bæta. „Ef við íbúar erum tilbúin að sinna okkar nánasta umhverfi, þó það sé utan lóðarmarka, við að tína rusl og uppræta illgresi þá er hægt að ná miklum árangri sem er til ánægju fyrir okkur sjálf og þá sem sækja okkur heim,“ segja þær systur ennfremur og hvetja íbúa í Skagafirði til að leggja sitt af mörkum til að fegra fjörðinn. Á þeim tólf árum sem Soroptmista­klúbburinn hefur haft veg og vanda af tilnefningum til umhverfisverðlauna í Skagafirði hafa 73 staðir fengið viðurkenningu og í ár voru veittar fimm viðurkenningar í flokkunum; lóð í þéttbýli, lóð við fyrirtæki, sveitabýli án búskapar og lóð við opinbera stofnun. 

5 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f