Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýjustu tvíkelfingarnir á Laxamýri, systurnar Dröfn og Díla, sem eru einstaklega fallegar á litinn enda sérstakt áhugamál á bænum að rækta sægráar og gráar kýr.
Nýjustu tvíkelfingarnir á Laxamýri, systurnar Dröfn og Díla, sem eru einstaklega fallegar á litinn enda sérstakt áhugamál á bænum að rækta sægráar og gráar kýr.
Líf og starf 31. júlí 2023

Fimm tvíkeflingar á ári

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þetta eru kvígurnar Dröfn og Díla frá Laxamýri í Suður- Þingeyjarsýslu.

„Þær voru komnar í heiminn að morgni 10. júní þegar fólk kom í fjós og eru fimmtu tvíkelfingarnir á árinu,“ segir Atli Vigfússon, bóndi á Laxamýri, aðspurður um þessa litfögru tvíkelfinga.

Móðir Dröfn og Dílu heitir Medúsa og er út af Núma nr.16038 frá Gaulverjabæ. Faðirinn heitir Hjörtur frá Hjartarstöðum á Héraði og er sonur Ýmis nr.13051 frá Klauf í Eyjafirði. Kvígurnar eru verðandi mjólkurkýr og hafa verið settar á í þeim tilgangi.

Á Laxamýri er blandað bú með 85 nautgripum í fjósi, þar af rúmlega 40 kýr. „Við sem búum hér á bænum höfum mikinn áhuga á litaflóru íslenska kúastofnsins og þar er sægrátt og grátt í uppáhaldi. Það er að vísu erfitt í ræktun því gráu litirnir eru víkjandi litir en stundum koma kýrnar skemmtilega á óvart með fallegum litarafbrigðum,“ segir Atli alsæll.

Skylt efni: tvíkeflingar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...