Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fimm tegundir hafa snúið aftur
Fréttir 27. mars 2019

Fimm tegundir hafa snúið aftur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Dýr sem talin hafa verið útdauð finnast öðru hverju. Sum dýranna hafa verið talin útdauð í milljónir ára. Meðal þessara dýra eru hyrndur froskur og tegund villihunda.

Fyrr í þessum mánuði fann líffræðingur sem var að störfum í regnskógi í Suður-Ameríku sérkennilegan hyrndan frosk sem kominn var á skrá yfir útdauð dýr vegna skógareyðingar.

Á síðasta ári römbuðu menn á skjaldbökutegund sem ekki hefur sést í rúma öld. Um var að ræða eitt kvendýr sem flutt hefur verið á afdrep fyrir skjaldbökur í von um að það finnist fyrir hana maki.

Árið 1938 veiddist fiskur út af strönd Suður-Afríku sem talið var að hefði dáið fyrir 65 milljónum ára. Við nánari leit fundust fleiri slíkir fiskar, sem ná allt að tveggja metra lengd, á svipuðum slóðum.

Náttúruverndarsinnar óttast að tegundinni sé veruleg hætta búin vegna væntanlegrar olíuleitar út af ströndum S-Afríku.

Fyrir tveimur árum fannst hópur af villtum hundum í Indónesíu en tegundin hefur verið talin útdauð í meira en hálfa öld. Talið er að hundarnir séu síðust leifa af frumstæðustu tegund hunda sem til er í heiminum.

Skömmu eftir síðustu aldamót fannst eðlutegund, eða skinka, sem lengi hafði verið talin útdauð. Skinkan fannst ekki á Selfossi eins og margir gætu haldið heldur í Nýju Kaledóníu. Talsvert hefur fundist af einstaklingum af tegundinni síðan þá

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...