Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Fíflavín og krækiberjasnafs
Á faglegum nótum 10. október 2014

Fíflavín og krækiberjasnafs

Höfundur: Vilmundur Hansen

10 til 15 lítrar af  blómkörfum fífla
4 til 6 lítrar sjóðandi vatn
5 til 6 kíló sykur (má nota púðursykur til helminga)
10 sítrónur
6 appelsínur
2 kíló rúsínur
2 til 3 stappaðir bananar, valfrjálst en gerir vínið fyllra.

Best er að tína fíflablómin í þurru veðri, fjarlægið leggina strax.  Bik­arblöðin undir blómkörfunni mega fylgja með, þau krydda vínið, gera það aðeins beiskara eða rammara, aðrir vilja fjarlægja allan græna hlut­ann.

Skolið blómin og setjið blómkörf­urnar í gerjunarílátið. Hellið 4 til 6 lítrum af sjóðandi heitu vatni yfir og hrærið  reglulega í leginum næstu 2 til 3 dagana.

Kreistið safann úr ávöxtunum, appelsínum og sítrónum, geymið safann. Síið vökvann og setjið í pott ásamt söxuðum rúsínunum og smátt skornum berkinum af ávöxtunum,  látið suðuna koma upp. Setjið aftur í gerjunarílátið og hrærið sykrinum saman við.

Bætið við köldu vatni upp að 24 lítrum. Hitinn á blöndunni þarf að vera um 22 til 25° C.
Hrærið Pectolose saman við blönduna, til að skerpa bragð og lit.
Bætið ger og gernæringu saman við eftir um það  bil hálftíma.
Þegar  gerjun er komin af stað bætið ávaxtasafanum saman við.
Geymið ílátið við stofuhita og hrærið í því kvölds og morgna.
Þegar gerjun hefur staðið yfir í 3 til 4 daga, fleytið þá yfir á annað ílát.
Látið vínið gerja út eða svo gott sem.  
Víninu fleytt yfir á annan kút og gerstopp sett saman við og hrist vel.
Eftir sólarhring  er nauðsynlegt að athuga hvort það sé kolsýra í víninu.
Kúturinn er hristur hressilega nokkrum sinnum á dag í nokkra daga eða þangað til „hviss“ hættir að heyrast.

 


Í lokin eru sett felliefni og gerjunarílátið látið standa í 2 til 3 vikur.
Eftir það er vínið sett á flöskur og er tilbúið til drykkjar eftir nokkrar vikur en batnar eftir því sem frá líður í 6 til 12 mánuði. 

 

Krækiberjasnafs
 
500 grömm krækiber (eða önnur ber)
750 millilítrar gin
100 grömm sykur
 
Nota má fryst ber.  Þvoið berin vel og merjið þau. Setjið berin í stóra krukku ásamt sykrinum og gininu og hristið vel.  Geymið á köldum, dimmum stað og hristið daglega í tvær vikur og síðan vikulega í tvo og hálfan mánuð.  
 
Sigtið snafsinn og hellið á hreina flösku, sem áður hefur verið skoluð vel upp sjóðandi heitu vatni og kæld.  
 
Sjálfsagt er að nýta berin til dæmis í ávaxtakökur eða desert. Ef sykurmagnið er aukið upp í 500 grömm verður til líkjör.  
 
Bláber og sólber njóta sín mjög vel í vodka.  Bæta má örlítilli vanillu í líkjörinn ef vill. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...