Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Fíflahátíð í Eyjafirði
Fréttir 19. júní 2014

Fíflahátíð í Eyjafirði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Fíflahátíð, hátíð til heiðurs okkar ástkæra túnfífli, verður haldin á vegum ferða-þjónustunnar Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 21. júní. Heilmikið verður við að vera frá morgni til kvölds. Skemmtidagskráin „Úti á túni“ stendur frá 14 til 16 og hátíðin endar síðan með kvöldvöku. Bændur keppa í Fíflagangi, tónlistaratriði verða flutt, brekkusöngur og markaður. Dagurinn hefst með hlaupi upp á fjallið Haus kl. 10.00 fyrir þá spretthörðu.

„Hugmyndin kviknaði í fyrrasumar,“ segir Guðný Jóhannesdóttir hjá ferðaþjónustunni Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit. „Við vorum að tína fífla í miðri breiðu hér úti á túni, en við búum til túnfífilshunang og bjóðum upp á það við morgunverðarborðið. Í einhverjum fíflagangi fórum við að tala um hvort ekki væri hægt að búa til viðburð þar sem fífillinn væri í forgrunni, að gera þessari algengu og fallegu jurt hátt undir höfði. Hugmyndin fékk að þróast á liðnum vetri en nú er komið að því að við ætlum að blása til hátíðar fíflinum til heiðurs. Við byrjum smátt en verði viðbrögðin góð er ekki ólíklegt að hátíðin vaxi að umfangi þegar fram líða stundir. Nú og svo er þessu auðvitað sjálfhætt ef enginn vill fíflast með okkur.“ 

2 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...