Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Pterourus bjorkae er af svölufiðrildaætt og vænghafið að jafnaði um átta og hálfur sentimetri. Hér er karlkynsfiðrildið t.v. og kvenkyns t.h.
Pterourus bjorkae er af svölufiðrildaætt og vænghafið að jafnaði um átta og hálfur sentimetri. Hér er karlkynsfiðrildið t.v. og kvenkyns t.h.
Mynd / Harry Pavulaan
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðrildategund í höfuðið á Björk Guðmundsdóttur tónlistarkonu, Pterourus bjorkae.

Björk. Mynd / Santiago Felipe

Pavulaan kynnti nafn tegundarinnar í nýrri vísindagrein í veftímariti Nebraska-háskóla og segir þar að nafn fiðrildisins sé til heiðurs íslensku söngkonunni Björk Guðmundsdóttur. Hann tiltekur jafnframt að auk þess að vera söngkona sé hún einnig tónskáld, höfundur, framleiðandi, tónlistar- og tískumógúll, plötusnúður, umhverfissinni og persónulegur áhrifavaldur.

Þess má geta að fiðrildategundir hafa verið nefndar í höfuðið á t.d. Angelinu Jolie, Arnold Schwarzenegger og Beyoncé.

Undirtegund tígrisfiðrildis

Pterourus bjorkae finnst einkum í laufskógum austanverðrar Norður- Ameríku.

Í greininni Ákvörðun nýrrar vorfljúgandi tegundar Pterourus glaucus Complex (Papilionidae) í Suður-Nýja Englandi, lýsir Pavulaan algengu Norður-Ameríkufiðrildi sem ekki hafi verið greint sérstaklega áður til tegundar þótt ýmsar kenningar hafi verið á lofti. Enda sé um að ræða dulda tegundagerð, þ.e. hóp tegunda sem innihaldi formfræðilega eins einstaklinga sem tilheyri þó mismunandi tegundum. Margir hafi áður rannsakað þessi fiðrildi en þyrpingar þeirra í suðurhluta Nýja-Englands hafi lítt verið athugaðar fram til þessa.

P. bjorkae var aðgreint frá svipuðum tegundum á grundvelli formfræðilegra hegðunar- og erfðaeiginleika. P. bjorkae er af svölufiðrildaætt og er undirtegund tígrisfiðrildis: New England Tiger Swallowtail. Bjorkae er stærsta undirtegundin. Að tegundin sé vorfljúgandi þýðir í raun að fiðrildi tegundarinnar koma fram og eru virkust á vorin.

Vænghaf fiðrildanna er að meðaltali um 8,5 sentimetrar. Þau eru skærgul að lit með áberandi svörtu og svarbrúnu munstri á vængjum og vængjöðrum, gulum, bláum og appelsínugulum doppum við vængjaðra. Ekki virðist teljandi lita- eða mynsturmunur milli kynjanna. Kvenkynið sýnir þó mest áberandi einkenni og var kvenkyns mynd af P. bjorkae því valin til að tákna tegundina.

Ríflega tuttugu þúsund fiðrildategundir

Fiðrildi eru skordýr og tilheyra, ásamt mölflugum, ættbálkinum Lepidoptera sem er innan flokks vængjaðra skordýra (Pterygota).

Ættbálkur fiðrilda og mölflugna er einn sá best þekkti og litríkasti meðal skordýra. Þekktar eru um 120.000 tegundir sem honum tilheyra, en um 80% af þeim (um 96.000 tegundir) teljast vera mölflugur.

Flest fiðrildi lifa á blómsykri og eru mörg þeirra mikilvægir frjóberar fyrir blómplöntur. Örfáar hitabeltistegundir lifa þó á blóði dýra og einhverjar drekka jafnvel tár spendýra.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...