Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ferðaþjónustan og hefðbundni búskapurinn eru eins og hjónaband
Mynd / Beit
Fréttir 29. ágúst 2017

Ferðaþjónustan og hefðbundni búskapurinn eru eins og hjónaband

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Í nýjasta þætti Spjallað við bændur liggur leiðin austur í Skaftafellssýslu. Árið 1990 byrjuðu Laufey Helgadóttir og Sigurbjörn Karlsson með ferðaþjónustu á Smyrlabjörgum í Hornafirði. Þau hafa stækkað jafnt og þétt og reka nú stórt sveitahótel auk þess að stunda sauðfjárbúskap. Á bænum eru nokkrir nautgripir og endur að auki. „Þetta er eins og hjónaband, þetta verður bara að ganga!“ segir Laufey aðspurð um það hvernig gangi að reka ferðaþjónustu og hefðbundinn búskap samhliða. Þau hafa lagt mikinn metnað í að kaupa matvæli af heimaslóð og bjóða upp á lambakjöt sem þau framleiða sjálf.

Sigurbjörn segist ekki viss hvernig sauðfjárræktin eigi eftir að þróast á búinu hjá þeim hjónum. „Ég ætla að fækka verulega núna í haust, bara hafa svona vel fyrir hótelið. Þetta er náttúrlega orðið svo lítill hluti af rekstrinum hérna og betra að það njóti þess einhverjir aðrir sem eru að byggja á þessari grein,“ segir Sigurbjörn. Hann segist oft hafa verið spurður hvers vegna þau séu að vera með sauðfjárbúskap samhliða ferðaþjónustunni. „Ég hef alltaf svarað því til að það væri svo leiðinlegt að vera með ferðaþjónustuna á eyðibýli! Maður myndi ekki nenna að vera að slá öll tún og þá færi allt í órækt.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...