Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Félagsheimilið á Borg er með glæsilegustu félagsheimilum landsins enda hefur húsinu alltaf fengið gott viðhald.
Félagsheimilið á Borg er með glæsilegustu félagsheimilum landsins enda hefur húsinu alltaf fengið gott viðhald.
Mynd / MHH
Fréttir 7. apríl 2016

Félagsheimlið Borg í Grímsnesi 50 ára

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Haldið var upp á fimmtíu ára afmæli Félagsheimilisins Borgar í Grímsnes og Grafningshreppi laugardaginn 27. febrúar en húsið var vígt 19.febrúar 1966.
 
Séra Ingólfur Guðmundsson sóknarprestur gaf félagsheimilinu nafn og sagði, „Borg“ skal þessi bygging heita. Tvöfaldur kvartett söng fjögur lög undir stjórn Jónasar Ingimundarsonar sem þá var átján ára gamall.Kvenfélagið hefur haldið tombólu svo lengi sem elstu menn muna í húsinu, auk þess sem ungmennafélagið hefur haldið þorrablótin sín öll fimmtíu árin í húsinu. Þá voru sveitaböllin á Borg mjög vinsæl og oft um eitt þúsund manns sem sóttu þau þar sem vinsælustu hljómsveitir landsins spiluðu. Á dansleik voru yfirleitt sex dyraverðir og fjórir lögreglumenn. Sveitaböllin eru alveg hætt á Borg en húsið er fyrst og fremst menningarhús  sveitarinnar og leigt undir ýmsa starfsemi eins og brúðkaup, fermingar, erfisdrykkjur, tónleika og fleira. 

6 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...