Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Úr stóðréttum.
Úr stóðréttum.
Mynd / ghp
Fréttir 13. desember 2021

Félag hrossabænda hvetur stafshóp til að skoða heildarhagsmuni

Félag hrossabænda sendi Svandísi Svavarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra áskorun í dag um að skoða heildarhagsmuni hrossaræktar og hestatengdrar starfsemi í tengslum við vinnu starfshóps um blóðtöku úr fylfullum hryssum.

Í ályktun FHB er því fagnað að ráðherra hafi skipað starfshóp til að fjalla um blóðmerarstarfsemina. Það bendir á umfangsmikla starfsemi íslenska hestsins um heim allan.

„Hrossarækt og hestamennska er umfangsmikil atvinnugrein hér á landi sem teygir anga sína víða og má þar nefna ræktun og sölu reiðhesta sem nýtast til almennra útreiða, kynbóta og keppni. Útflutningur hefur aukist verulega á síðustu árum og á þessu ári stefnir í að met verði sett í fjölda útfluttra hrossa, eða yfir 3000 hross. Umfangsmikið og markvisst markaðsstarf hefur verið unnið á undanförnum árum undir merkjum Horses of Iceland. Verkefnið er í höndum Íslandsstofu en helstu bakhjarlar þess eru, íslenska ríkið, ýmis félagasamtök um íslenska hestinn, innanlands sem og erlendis, auk margra fyrirtækja sem hafa hagsmuni af þeirri margháttuðu starfsemi sem tengist íslenska hestinum. Hestatengd ferðaþjónusta er jafnframt umfangsmikil atvinnugrein og víða nátengd annars konar ferðaþjónustu. Reiðmennska og hestamennska er kennd í tveimur háskólum og nokkrum framhaldskólum landsins. Fjölda starfsgreina og afleiddra starfa má tengja tilvist íslenska hestsins og að mati fundarins ljóst að miklir og víðtækir hagsmunir eru í húfi,“ segir í ályktuninni.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...