Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Stjórn Bændasamtakanna vill að FEIF, alþjóðasamtök íslenska hestsins, banni notkun á mélum með tunguboga og vogarafli.
Stjórn Bændasamtakanna vill að FEIF, alþjóðasamtök íslenska hestsins, banni notkun á mélum með tunguboga og vogarafli.
Fréttir 23. júní 2014

FEIF að einangrast

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Stjórn Bændasamtaka Íslands hefur farið fram á að FEIF, alþjóðasamtök íslenska hestsins, banni notkun á mélum með tunguboga og vogarafli í keppnum á vegum samtakanna. Landssamband hestamannafélaga (LH) hefur þegar bannað notkun slíkra méla og verða þau til að mynda óleyfileg á komandi landsmóti.

Ákvörðun LH er í samræmi við áskorun yfirdýralæknis um bann við notkun mélanna og er byggð á rannsóknum Sigríðar Björnsdóttur, dýralæknis hrossasjúkdóma, og Þorvaldar Kristjánssonar, kennara við Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknir þeirra hafa sýnt að notkun slíkra méla eru afgerandi áhættuþáttur fyrir áverka á kjálkabeini hjá keppnishestum.

Stjórn Bændasamtakanna óskaði eftir afstöðu Fagráðs í hrossarækt hvað viðkemur banni á notkun umræddra méla. Niðurstaða Fagráðs er að beina því til FEIF að banna notkun einjárnunga og einbrotinni méla með tunguboga og vogarafli. Undir þá afstöðu tekur stjórn Bændasamtakanna og hefur stjórnin sent formanni FEIF bréf þar sem farið er fram á að málið verði tekið til umfjöllunar í kynbótanefnd FEIF.

FEIF virðist því vera að einangrast í afstöðu sinni hvað varðar notkun méla með tunguboga og vogarafli en bæði Félag tamningamanna og Félag hrossabænda hafa sent áskorun á til FEIF um að banna notkun mélanna. Þá hafa 39 sænskir hestaíþróttadómarar skorað á FEIF að banna mélin en rannsóknir í Svíþjóð hafa gefið líkar niðurstöður og koma fram í rannsókn Sigríðar og Þorvaldar.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f