Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fé kemur vænt af fjalli
Fréttir 8. september 2023

Fé kemur vænt af fjalli

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að fé sitt komi vænt af fjalli.

Trausti Hjálmarsson.

Bændablaðið náði tali af honum í smalamennsku, en hann er sauðfjárbóndi í Austurhlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og réttar í Biskupstungnaréttum.

„Mér sýnist fé hér almennt koma vænt af fjalli, það lítur út fyrir að vera í góðu meðallagi,“ segir Trausti. Hann hafði ekki haft fregnir af fé í öðrum landshlutum en vonaði að sumarið hefði farið vel með fé og það kæmi vel út í öllum landshlutum.

Aðspurður hvernig gengi að manna göngurnar sagði hann að það gengi vel. „Það er alltaf ásókn í þetta af fólki sem hefur gaman af að koma og taka þátt í þeirri upplifun sem göngurnar eru, að vera úti í náttúrunni og smala fé heim af fjalli.“

Að sama skapi segir Trausti það alltaf vera jafn vinsælt meðal almennings að mæta í réttir. „Í fyrra var fyrsta árið eftir að Covidhömlum var aflétt og mæting í réttir meðal almennings var góð. Ég held að það verði lítið gefið eftir í ár. Við vonumst allavega til þess að sem flestir mæti og gleðjist með okkur.

Ég óska sauðfjárbændum öllum alls hins besta og vona að sumarið hafi farið vel með féð.“

Skylt efni: smalamennska

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...