Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
FBI handtekur mann fyrir stuld á erfðaefni plantna
Fréttir 1. mars 2016

FBI handtekur mann fyrir stuld á erfðaefni plantna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Maður hefur játað að hafa stolið erfðabreyttu fræi af maís­kólfum í ræktun í Iowa-ríki í Bandaríkjunum. FBI hafði fylgst með manninum í tvö og hálft ár og allt að tíu ára fangelsisdómur getur legið við slíkum þjófnaði.

Reyndar er málið æsispennandi og í anda bestu njósnasögu. Menn frá Bandarísku alríkislögreglunni, FBI, höfðu fylgst með ferðum mannsins, sem er Kínverji en bandarískur ríkisborgari, um miðríki Bandaríkjanna í tvö og hálft ár, komið fyrir staðsetningartæki á bifreið hans og hlerað símann hans. Stolnu fræin fundust við húsleit heima hjá honum í umbúðum utan af örbylgjupoppi. Sá seki sagðist við fyrstu yfirheyrslu hafa ætlað að færa ættingjum sínum í Kína örbylgjupoppið sem gjöf.

Maísinn sem um ræðir var þróaður af líftæknideildum Monsanto og DuPont og varinn með einkaleyfi. Kínverjinn hefur viðurkennt að ætlunin hafi verið að fara með fræin til Kína þar sem fyrirtæki sem hann starfar fyrir hafi ætlað að nota þau við kynbætur í eigin maísræktun.

Allt að tíu ára fangelsisdómur og fimm milljóna bandaríkjadala sekt getur legið við slíkum þjófnaði fái maðurinn þyngsta dóm. Auk Kínverjans liggja sex Bandaríkjamenn undir grun um að að hafa ætlað að selja erfðabreytt fræ í eigu DuPont og Monsanto til fyrirtækis í Kína.

Málið gegn Kínverjanum er það fyrsta sinnar gerða en talið er að þjófnaður af þessu tagi hafi átt sér stað um nokkurra ára skeið.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...