Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ágúst Torfi Hauksson.
Ágúst Torfi Hauksson.
Fréttir 3. ágúst 2017

Fátt annað í spilunum en að verð gefi eftir

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Ágúst Torfi Hauksson framkvæmdastjóri Norðlenska segir að enn hafi ekki verið teknar ákvarðanir um verð fyrir sauðfjárafurðir hjá fyrirtækinu í haust. Sín tilfinning, byggð á stöðu bæði á innlendum og erlendum mörkuðum, sé þó sú að það muni gefa eftir frá því sem var í fyrrahaust, en þá lækkaði verð umtalsvert frá árinu á undan.

Sláturtíð verður með svipuðum hætti hjá Norðlenska og verið hefur undanfarin ár. Stefnt er að því að hefja slátrun á Húsavík 31. ágúst næstkomandi og ljúka henni síðasta föstudag í október, þann 27. Á Höfn hefst slátrun 21. september næstkomandi og henni lýkur 31. október. „Þetta er okkar plan, við byrjum á þessum dagsetningum og sjáum til hvort þær gangi eftir,“ segir Ágúst Torfi. Búið er að ráða mannskap í sláturtíð á báða staði.

Viðvarandi offramboð á markaði

Enn hefur ekki verið gengið frá verði fyrir sauðfjárafurðir á komandi hausti, en hann segir stefnt að því að birta verð um miðjan ágúst. Miðað við þá stöðu sem uppi er bæði á innanlandsmarkaði sem og mörkuðum erlendis sé fátt í spilunum annað en að verð gefi eftir miðað við það sem greitt var í fyrrahaust. Verð á afurðum lækkaði þá hvarvetna umtalsvert við lítinn fögnuð sauðfjárbænda. „Það er viðvarandi offramboð á markaði og fátt í stöðunni annað en að svo verði áfram. Offramboð er af þeirri stærðargráðu en líkast til verður niðurstaðan sú að verð fyrir afurðir lækki eitthvað frá því fyrir ári,“ segir Ágúst Torfi.

Norðlenska tekur afurðalán og segir hann að ekki sé gert ráð fyrir öðru en að greiðslur til bænda verði með svipuðum hætti og verið hafi undanfarin ár. Greitt hafi verið einu sinni í viku að jafnaði, en vangaveltur séu uppi um að fækka greiðslum og greiða einu sinni í mánuði. Það sé þó enn sem komið er einungis til umræðu, ákvarðanir þar um hafi ekki verið teknar.

Birgðastaða Norðlenska er ívið meiri nú að áliðnu sumri en verið hefur á sama tíma. „Við eigum aðeins meiri birgðir núna en á sama tíma í fyrra, en erum á fullu í átaki við að losa okkur við sem mest magn áður en næsta sláturtíð rennur upp. Verðið hækkar ekki í frystiklefunum,“ segir Ágúst Torfi. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...