Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fánalögin send aftur út til umsagnar
Fréttir 10. desember 2015

Fánalögin send aftur út til umsagnar

Höfundur: smh
Bændasamtök Íslands sóttust fyrst eftir því árið 2008 að lögum um notkun á þjóðfána Íslendinga yrði breytt þannig að heimilt yrði að nota hann til að auðkenna innlendar landbúnaðarafurðir. Það var þó ekki fyrr en á síðasta ári sem tillaga um þetta kom fram á Alþingi.
 
Ekki tókst að afgreiða málið á síðasta þingi en frumvarpið var endurflutt á yfirstandandi þingi undir lok septembermánaðar síðastliðinn. Eftir fyrstu umræðu fór málið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þann 14. október. 
 
Frumvarpið hefur nú verið sent út til umsagnar að nýju, en samkvæmt Sigurði Eyþórssyni, framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, verður ekki skilað inn nýrri umsögn enda sé frumvarpið óbreytt frá síðasta ári.
 
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir heimild til notkunar á fánanum á dýraafurðir sem hér eru ræktaðar, hlunnindaafurðir (svo sem æðardún) og nytjajurtir – bæði villtar og ræktaðar. Með breytingunum má nota merkinguna líka á sjávarafurðir sem koma úr íslenskri landhelgi, auk þess sem heimild er veitt til nota á matvæli sem eru framleidd hér á landi og hafa verið á markaði í að minnsta kosti 30 ár – þótt hráefnið sé erlent. Dæmi um slíkar vörur væri til dæmis ORA grænar baunir og Royal búðingur. Loks verður heimilt að merkja vörur fánanum sem ekki eru matvörur, en þar er til dæmis átt við vörur sem eru hannaðar á Íslandi, úr íslensku hráefni, eða framleiddar hérlendis. Nægilegt er að eitt þessara þriggja skilyrða sé uppfyllt.  Lopapeysa sem er hönnuð á Íslandi, gæti til dæmis fengið merkið þótt hún sé ekki úr íslenskri ull og ekki framleidd hér. 

Skylt efni: Fánalögin

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...