Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Fallegur púði
Hannyrðahornið 5. júní 2014

Fallegur púði

Það getur verið gaman að prjóna eða hekla fallega púða til að lífga upp á heimilið eða sumarbústaðinn. Þessi getur verið eins stór og maður vill, það hleypur á 11 lykkjum og 14 umferðum sem maður bætir við þessa uppskrift eins oft og maður vill.

Stærð: 35x37 cm.
Efni: 3 dokkur Whistler-grænt en það er til í 7 litum alls sjá www.garn.is.
Prjónar nr. 4,5 eða 5.
Heklunál nr. 5
3 tölur.
Aðferð. Prjónað er fram og til baka ferningar sem eru 11 lykkjur og 14 umferðir hver.
 

Púði:
Fitja upp 66 lykkjur.
Prjóna 11 lykkjur slétt og 11 lykkjur brugðið 14 umferðir.
Nú eru prjónaðar 11 lykkjur brugðnar yfir sléttu lykkjurnar og 11 lykkjur sléttar yfir brugðnu lykkjurnar 14 umferðir.
Þetta er endurtekið þar til komir eru 12 ferningar á lengdina og stykkið mælist ca 70 cm.
Nú er fellt af.
Hliðarnar eru lagðar saman og heklað fastahekl gegnum báðar hliðar 1 lykkja í hverja lykkju allan hringinn nema skilið er eftir op ca 13 sm á miðri einni hliðinni. Sú hlið sem er heil það er þarf ekki að hekla saman þar er heklað fastahekl í hverja lykkju á samskeytum milli brugðins og slétts fernings .
Best er að byrja við opið og enda hringinn á að hekla fastahekl meðfram annarri hlið opsins ca 20 l
Snúa við og hekla 5 l fastahekl 3 ll ( hnappagat) 5 fastalykkjur í næstu 5 l 3 ll 5 l fastahekl, 3 ll 5 l fastahekl. Klippa frá og ganga frá enda.
Á hinni hlið opsins er heklað fastahekl í hverja lykkju fram og til baka ca 25 fastalykkjur 4 umferðir.
Klippa og ganga frá. Á þennan flipa eru festar 3 tölur á móti hnappagötunum.
Nú eru heklaðar tungur allan hringinn þannig.
1 fastalykkja 6 stuðlar í aðra lykkju frá fl 1 fastalykkja. Tungurnar eru heklaðar hringinn.
Passa að hornin verði eins.
Þegar kemur að opinu eru tungurnar heklaðar meðfram hliðinni sem tölurnar koma á.
Gengið frá endum og púði með púðafyllingu settur inn í.


Góða skemmtun. Inga Þyri Kjartansdóttir

4 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...