Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fallegur og hlýlegur kragi
Hannyrðahornið 24. janúar 2023

Fallegur og hlýlegur kragi

Höfundur: Margrét, Þingborg

Þennan fallega kraga má nota við ýmis tækifæri; til þess að halda á sér hita, upp á punt eða jafnvel bæði.

Stærðir: S M-L

Efni og áhöld:

Þingborgarlopi og litað Þingborgarband 70 gr tvöfaldur lopi í aðallit

15 gr tvíband litur 1
12 gr tvíband litur 2
8 gr tvíband litur 3
20 gr tvöfaldur lopi litur 4
2 tölur

Ef notaður er lopi frá Ístex verður að gæta að prjónafestu,ekki er sami grófleiki á honum og á Þingborgarlopanum og bandinu.

Hringprjónar nr 5, 60 og 80 cm langir

Prjónfesta:
15l og 25umf í sléttu prjóni = 10x10cm

Önnur prjónastærð getur hentað, allt eftir því hvort prjónað er fast eða laust, finnið það út með því að prjóna prufu. Lesið alla uppskriftina áður en byrjað er.

Kraginn:

Fitjið upp á langa prjóninn 176-184 l í lit 1. Prjónið 4 umf brugðnar, eða prjónið þær slétt og snúið svo við svo hin hliðin snúi út. Prjónið mynstur 1 eftir teikningu og takið úr eins og sýnt er. Endið á einni umf í aðallit og takið úr til viðbótar jafnt yfir umferðina svo eftir verði 74-82 l. Prjónið í aðallit mynstur 2 fram og til baka og setjið 2 hnappagöt á annan boðunginn með því að slá upp á prjóninn og prjóna síðan 2 lykkjur saman strax á eftir. Fyrstu 4 og 4 síðustu lykkjurnar eru garðaprjón. Prjónið 8-9 sm og endið á 4 umf sl með lit 1, fellið af frekar laust. Gangið frá öllum endum og setjið tölurnar á hinn boðunginn til móts við hnappagötin.

Þvottur:

Þvoið kragann í volgu vatni með góðri ullarsápu eða sjampói. Skolið vel, kreistið vatnið vel úr og leggið á handklæði til þerris.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...