Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur rekur Hespuhúsið. Mynd / Unnur Magna.
Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur rekur Hespuhúsið. Mynd / Unnur Magna.
Líf og starf 23. nóvember 2020

Fallegt, fræðandi og fjölskylduvænt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á þessum undarlegu tímum þegar erlendir ferðamenn láta ekki sjá sig þá þurfa mörg fyrirtæki að breyta um áherslur og aðlagast breyttum aðstæðum. Hespuhúsið í Ölfusi er opin jurta­litunarvinnustofa þar sem gestir geta komið og kíkt í jurtalitunarpottana, fræðst um gamalt handverk og keypt jurtalitað band.

Guðrún Bjarnadóttir náttúru­fræðingur, sem rekur Hespuhúsið, segir að í ár hafi gestagangur verið rólegri og þá hafi gefist tími til að koma gamalli hugmynd í framkvæmd en það var jurtalitapúsluspil sem er fræðslupúsluspil.

Þúsund bita púsl

„Púsluspilið er 1.000 bita púsl og myndin er af jurtalituðum bandhnyklum sem litaðir hafa verið í Hespuhúsinu. Með púslinu fylgir spjald með mynd til að púsla eftir og á bakhliðinni má sjá úr hvaða jurt hver hnykill er litaður. Einnig fylgir lítið bókarkorn með sögu jurtalitunar á Íslandi. Púslið sjálft er í fallegum poka og fræðsluefnið og púslið eru svo í kassa. Púslbitarnir eru óhefðbundnir en þeir eru mjög misjafnir í lögun sem eykur skemmtunina því þá má leita að bitum eftir lit og lögun.

Púsl eru sígild

Guðrún segir að mikill áhugi sé fyrir púslus­pilinu enda sameini það svo margt sem varð vinsælt á COVID-19 tímum eins og prjónaskap og púsl og svo tenging þess inn í gamlar hefðir og náttúrunýtingu sem vaknaði eftir bankahrunið.

Púsluspilið er allt í senn falleg, fræðandi og fjölskylduvæn jólagjöf. Verkefnið var styrkt af Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga sem veitti átaksstyrki vegna COVID-19 sem nefndust Sóknarfæri ferðaþjónustunnar.

Hægt er að panta og fá upplýsingar um spilið á www.hespa.is

Með púslinu fylgir spjald með mynd til að púsla eftir og á bakhliðinni má sjá úr hvaða jurt hver hnykill er litaður. Einnig fylgir lítið bókarkorn með sögu jurtalitunar á Íslandi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f