Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Falleg sumarpeysa
Líf og starf 9. apríl 2025

Falleg sumarpeysa

Höfundur: Prjónakveðja, stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is

Falleg peysa fyrir sumarið, prjónuð úr DROPS Muskat eða DROPS Belle sem er á 30% afslætti í mars. Peysan er prjónuð neðan frá og upp með gatamynstri, laskalínu og tölum að aftan. Hægt að snúa peysunni við og hneppa að framan.

DROPS Design: Mynstur nr r-677.

Stærðir: S (M) L (XL) XXL (XXXL).

Ummál: 88 (96) 104 (116) 126 (138)

Garn: DROPS MUSKAT fæst í Handverkskúnst. 350 (400) 450 (450) 500 (550) gr litur á mynd nr 06, ljósbleikur.

Eða notið: DROPS BELLE fæst í Handverkskúnst. 300 (350) 400 (400) 450 (500) gr t.d. litur nr 11, bleikur.

Prjónar: Hringprjónn 80 cm nr 3,5 og 4mm. Sokkaprjónar nr 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 21 lykkju og 28 umf með sléttprjóni = 10 x 10 cm á prjóna nr 4.

Tölur: 15mm: 6 (6) 6 (6) 6 (6) stk.

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): * 1 umf sl og 1 umf br *, endurtakið frá *-*.

MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu.

LASKALÍNA: Fækkið um 2 l í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma.

Fækkið lykkjum frá réttu þannig: Byrjið 3 l á undan prjónamerki og prjónið þannig: 2 l slétt saman, 2 l sl (prjónamerki er staðsett á milli þessa 2 l), takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið lykkjum frá röngu þannig: Byrjið 3 l á undan prjónamerki og prjónið þannig: 2 l snúnar br saman, 2 l br (prjónamerki er staðsett á milli þessa 2 l), 2 l br saman.

HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í fyrri kanti frá réttu. 1 hnappagat = prjónið 3. og 4. l frá miðju að aftan slétt saman og sláið síðan 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagati þegar stykkið mælist:

STÆRÐ S: 6, 13, 20, 27, 34 og 42 cm.

STÆRÐ M: 6, 13, 20, 28, 36 og 44 cm.

STÆRÐ L: 6, 14, 22, 30, 38 og 46 cm.

STÆRÐ XL: 6, 14, 22, 30, 39 og 48 cm.

STÆRÐ XXL: 6, 14, 23, 32, 41 og 50 cm.

STÆRÐ XXXL: 9,18, 27, 36, 45 og 52 cm.

PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að aftan.

PEYSA: Fitjið upp 197 (213) 229 (253) 277 (301) lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur í hvorri hlið við miðju að aftan) á hringprjóna nr 3,5 með Muskat eða Belle. Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 4, síðan er prjónað þannig – frá réttu: 5 l garðaprjón (= kantur), A.1 A (= 2 l), A.1 C (= 15 l), sléttprjón yfir næstu 44 (44) 52 (56) 60 (64) lykkjur , A.1 A A ( = 2 l), A.1B yfir næstu 48-64-64- 80-96-112 l, A1.C (= 15 l), sléttprjón yfir næstu 44-44-52-56-60-64 l, endið á A.1 A (= 2 l), A.1 C (= 15 l) og 5 l garðaprjón (= kantur). Haldið áfram með þetta mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 6 cm eru sett 2 prjónamerki í stykkið, 52 (56) 60 (66) 72 78 l inn frá hvorri hlið (= 93 (101) 109 (121) 133 (145) l á milli prjónamerkja á framstykki). Fækkið nú um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin (= 4 l færri). Endurtakið úrtöku með 2 cm millibili, 3 sinnum til viðbótar = 181 (197) 213 (237) 261 (285) lykkjur. Þegar stykkið mælist 18 cm í öllum stærðum er aukið út um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin í hliðum (= 4 l fleiri). Endurtakið útaukningu með 4 (4) 4 (5) 5 (5) cm millibili, 3 sinnum til viðbótar = 197 (213) 229 (253) 277 (301) l. Þegar stykkið mælist 32 (33) 34 (35) 36 (37) cm fellið af fyrir handveg í hvorri hlið þannig: Prjónið þar til 4 l eru eftir á undan fyrra prjónamerki í hlið, fellið af næstu 8 l, prjónið þar til 4 l eru eftir á undan seinna prjónamerki í hinni hliðinni, fellið af næstu 8 l og prjónið út umf. Nú eru 85 (93) 101 (113) 125 (137) l á framstykki og 48 (52) 56 (62) 68 (74) l á hvoru bakstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar.

ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 74 (78) 82 (86) 90 (94) l á sokkaprjóna nr 3,5 með Muskat eða Belle. Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan 1 umf slétt, JAFNFRAMT eru felldar af 8 l undir ermi = 66 (70) 74 (78) 82 (86) l eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt.

BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 313 (337) 361 (393) 425 (457) l. Setjið 1 prjónamerki í allar skiptingar á milli fram- og bakstykkis og erma (= 4 prjónamerki). Haldið áfram í sléttprjóni og mynstri eins og áður JAFNFRAMT í næstu umf frá réttu byrjar úrtaka fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan (= 8 l færri). Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 20 (21) 22 (22) 23 (24) sinnum og síðan í hverri umf 3 (4) 5 (7) 8 (9) sinnum. Eftir úrtöku fyrir laskalínu eru 129 (137) 145 (161) 177 (193) l eftir á prjóni. Prjónið 4 umf garðaprjón yfir allar l, JAFNFRAMT í fyrstu umf er fækkað um 20 (26) 32 (45) 50 (58) l jafnt yfir = 109 (111) 113 (116) 127 (135) l. Fellið af.

FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. Saumið tölur í hægri kant að framan. Peysuna er einnig hægt að prjóna með löngum ermum. Þú finnur DROPS Design: Mynstur nr cl-043 á garnstudio.com 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...