Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Hákon Bjarki Harðarson, Svertingsstöðum, nýr formaður deildar geitfjárbænda í BÍ, fyrir miðju ásamt Guðmundi Frey Kristbergssyni t.v. og Reyni Þorbjarnarsyni t.h., Háafelli.
Hákon Bjarki Harðarson, Svertingsstöðum, nýr formaður deildar geitfjárbænda í BÍ, fyrir miðju ásamt Guðmundi Frey Kristbergssyni t.v. og Reyni Þorbjarnarsyni t.h., Háafelli.
Mynd / sá
Fréttir 10. mars 2025

Fagráð verði stofnað

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Hákon Bjarki Harðarson, frjótæknir og bóndi að Svertingsstöðum 2 í Eyjafirði, er nýr formaður deildar geitfjárbænda innan BÍ.

Hákon tekur við af Brynjari Þór Vigfússyni í Gilhaga. Meðstjórnendur eru Anna María Flygenring í Hlíð II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem var formaður um fimm ára skeið, og Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir á Háafelli í Borgarbyggð.

Á fundi deildarinnar 28. febrúar voru samþykktar nokkrar ályktanir. Þ.á.m. um að haldið yrði áfram með þá vinnu sem unnin hefur verið í að arfgerðargreina íslenska geitfjárstofninn í leit að vernd gegn riðu. Leita skuli eftir fjármagni til niðurgreiðslu á greiningu sýna svo kostnaði fyrir bændur sé haldið í lágmarki.

Fundurinn ályktaði sömuleiðis um að stofnað skyldi fagráð í geitfjárrækt og það starfrækt og fjármagnað sem sama hætti og önnur búgreinafagráð.

Kostnaður við skýrsluhald brengli tölur

Talsverðar umræður urðu á deildarfundinum um skýrsluhald fyrir geitfé. Var það samdóma álit að kostnaður við skýrsluhaldsforritið Heiðrúnu hefði áhrif á fjölda notenda og skráningu í forritið. Því væru tölur mjög á reiki, m.a. um fjölda geitfjár í landinu. Var ályktað um þetta og bent á að í Noregi hafi sú leið verið farin að búfjárstofnar í útrýmingarhættu fái aðgang að skráningarforritum gjaldfrjálst. Leita skuli eftir opinberu fjármagni til fullrar niðurgreiðslu á skýrsluhaldi til að tryggja nákvæmt utanumhald fyrir íslenska geitfjárstofninn.

Á fundarmönnum brann einnig að framþróun yrði ekki möguleg í geitfjárrækt nema að aukin aðkoma yrði frá afurðastöðvum, sem ýtti undir og auðveldaði bændum að koma afurðum á markað. Var því ályktað um að komið yrði á virku samtali varðandi móttöku á gripum til sláturhúsa og afurðastöðva um vinnslu og sölu á afurðum geita.

Greininga óskað fyrir geitfjárrækt

Þá var fjallað um hversu hamlandi það væri að greining á tekjum og gjöldum geitfjárræktar væru að miklu leyti ókunn. Leggjast þyrfti í greiningarvinnu sem nýttist við hagsmunagæslu og næstu búvörusamninga. Óljóst væri hversu mikið kæmi til greinarinnar umfram búvörusamninga, frá afurðatekjum og geitabændum sjálfum. Þá þyrfti að greina gjöld geitfjárræktar, m.a. í hlutfalli við aðrar búgreinar. Var BÍ því falin slík greiningarvinna og athugun á hver utanaðkomandi stuðningur þurfi að vera til að greinin dafni, þar sem geitastofninn sé í útrýmingarhættu.

Síðast, en ekki síst, krafðist fundurinn aukins stuðnings við geitfjárrækt. Geitfjárbændur falli oft ekki undir kröfur varðandi fjárfestingar-, ræktunar- og verkefnastuðning sem nýtist bændum eða greininni. Nauðsynlegt væri að huga að því hvar greinin gæti komist að í núverandi stuðningskerfi og/eða að nýir flokkar yrðu stofnaðir utan um greinina. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...