Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hér eru starfsmenn Öldunnar að sækja ullargalla í kaupfélagið fyrir pakkann. Á myndinni eru, frá vinstri, Helga Rósa Pálsdóttir kaupfélagsstjóri, Guðmundur Stefán Guðmundsson og Ölver Þráinn Bjarnason frá Öldunni.
Hér eru starfsmenn Öldunnar að sækja ullargalla í kaupfélagið fyrir pakkann. Á myndinni eru, frá vinstri, Helga Rósa Pálsdóttir kaupfélagsstjóri, Guðmundur Stefán Guðmundsson og Ölver Þráinn Bjarnason frá Öldunni.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 6. febrúar 2023

Fagnar nýburum með veglegum gjöfum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það er gaman að segja frá því að Borgarbyggð fagnar öllum nýburum sveitarfélagsins með veglegum gjöfum, sem kallast Barnapakki.

Barnapakkinn inniheldur ýmsar nauðsynjavörur, sem koma sér vel á fyrstu mánuðum barnsins.

Verkefnið hófst árið 2019 en það ár fengu 35 börn pakka, árið 2020 voru þau 41 talsins, árið 2021 fengu 39 börn pakka. Á nýliðnu ári voru afhentir „Barnapakkar” til 39 barna og fjölskyldna þeirra.

Aldan hæfing, sem er verndaður vinnustaður sveitarfélagsins, sér um að taka pakkana saman og fara með á heilsugæsluna. Foreldrar og börnin fá svo pakkann í fyrsta ungbarnaeftirlitinu.

„Það er ótrúlega mikil ánægja með þetta verkefni og foreldrar himinlifandi þegar þau fá þessa veglegu gjöf. Að mörgu er að hyggja þegar foreldrum fæðist barn og ýmislegt sem barnið þarf á að halda.

Pakkinn inniheldur ýmsar nauðsynjavörur fyrir fyrstu mánuðina, sem kemur sér afar vel. Innihaldið í pakkanum í fyrra var til að mynda þvottastykki, taubleiur, húfur, vandaður ullargalli, blautþurrkur, snuð og krem fyrir móður og barn svo fáein dæmi séu tekin,“ segir María Neves, samskiptastjóri Borgarbyggðar.

Skylt efni: Borgarbyggð | Barnapakki

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...