Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Fréttir 3. júlí 2019

Fagnar aðgerðum í umhverfismálum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda sendi í gær frá sér yfirlýsingu á Facebook þar sem hún fagnar væntanlegum aðgerðum ríkistjórnarinnar til að auka kolefnisbindingu og efla lífríkið.

„Forsætisráðherra og umhverfisráðherra kynntu í dag viðamiklar aðgerðir til að auka kolefnisbindingu hér á landi. Það er fagnaðarefni fyrir okkur bændur að sjá að sterk bændaverkefni eins og Bændur græða landið og Skógrækt á lögbýlum fá öfluga innspýtingu og þannig viðurkenningu á því góða starfi sem unnið hefur verið af bændum í verkefnunum. Sömuleiðis er ánægjuefni að sjá ný verkefni eins og Loftslagsvænni landbúnaður í samstarfi við okkur sauðfjárbændur sem hluta af þessari mikilvægu aðgerðaáætlun strax á næsta ári. Styrking fræðslu og rannsókna á sviðinu er okkur öllum nauðsynleg til að tryggja að þær aðgerðir sem við göngum sameiginlega til séu skynsamar, hagkvæmar og skili þannig sem mestum ávinningi í kolefnisbókhaldinu og til landsins okkar.“
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f