Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Hinn hefðbundni fagfundur sauðfjárræktarinnar sem fagráð í sauðfjárrækt stendur fyrir verður haldinn í Ásgarði á Hvanneyri (Ársal) kl. 10-17 fimmtudaginn 21. mars. Erindi þar eru fjölbreytt að vanda og greina frá niðurstöðum ýmissa rannsókna- og þróunarverkefna í sauðfjárrækt, meðal annars tengd riðu, fóðrun og meðferð, forystufé, sjúkdómum og kjötgæðum auk verðlaunaveitinga fagráðsins.

Í tilefni af 80 ára afmæli Tilraunabúsins á Hesti efnir Landbúnaðarháskóli Íslands til veglegrar afmælisráðstefnu.  Í kjölfar fagþingsins byrjar ráðstefnan að Hesti kl. 18 fimmtudagskvöldið 21. mars með erindum sem rekja sögu búsins, fyrstu tilraunirnar, þýðingu búsins fyrir ráðgjöf í íslenskri sauðfjárrækt ásamt umfjöllun um starfsemina í dag. Að þessum erindum loknum verða veitingar og sögustund í fjárhúsunum. Eru fyrrum starfsmenn, nemendur, nágrannar og aðrir sérstaklega hvattir til að rifja upp sögur frá Hesti.

Föstudaginn 22. mars frá kl. 9 til 17 verður ráðstefnunni fram haldið í Ásgarði á Hvanneyri (Ársal).  Fyrri hluti dagskrárinnar gengur út á að rifja upp og skýra áhrifin af starfsemi Tilraunabúsins á Hesti síðustu 80 árin. Erindin fjalla um ræktun Hestfjárins, skipulag afkvæmarannsókna, stakerfðavísa, frjósemi og sæðingar, holdastigun, fóðurtilraunir á húsi, fjölbreyttar beitarrannsóknir, rúning, litaerfðir og ullarrannsóknir, rannsóknir á vexti, þroska og skrokkeiginleikum.

Í seinni hluta dagskrárinnar er horft til framtíðar varðandi áherslur á komandi áratugum, hvernig búið og sú starfsemi LbhÍ og samstarfsaðila sem tengist sauðfjárrækt getur nýst greininni sem allra best. Meðal annars verða ræddar nýjar aðferðir og áherslur í kynbótum, erfðarannsóknum, fóðrun, meðferð og bútækni.

Áformað er að dagskránni ljúki á hátíðlegum nótum með afmæliskaffi, stuttum ávörpum gesta og formlegum ráðstefnuslitum nálægt kl 17. Bæði fagfundinum á fimmtudeginum og afmælisráðstefnunni á föstudeginum verður streymt og verður það kynnt nánar þegar nær dregur.  

Fyrir þá sem koma lengra að og vilja fylgja dagskrá báða dagana er rétt að huga fljótt og vel að gistimöguleikum á svæðinu. Hver og einn sér um sig í þeim efnum en nokkuð úrval gistimöguleika mun vera í Borgarfirði.   Hægt er að kaupa hádegismat í mötuneytinu á Hvanneyri báða dagana, þ.e. á fagþinginu á fimmtudeginum og á afmælisráðstefnunni á föstudeginum. Kaffihressing í fundarhléum fylgir í þeim kaupum. LbhÍ mun svo bjóða upp á veitingar að Hesti á fimmtudagskvöldinu og afmæliskaffið í ráðstefnulok á föstudeginum.

Mjög mikilvægt er að fá skráningar í matinn fyrirfram, í síðasta lagi 15. mars, til að áætla megi fjölda sem réttast. Skráningar verða á vefsíðum/Facebook, með tölvupósti ritari@lbhi.is og í síma LbhÍ 433 5000. Skráið ykkur eftir einni af þessum leiðum og það sem þarf að koma fram er nafn þátttakenda, og hvort mæting er áformuð á A) fagfund sauðfjárræktarinnar, B) afmælisviðburð á Hesti fimmtudagskvöldið 21. mars og C) afmælisráðstefnu á Hvanneyri föstudaginn 22. mars.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f