Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Húni frá Ragnheiðarstöðum er hæst dæmda hross sem hefur farið út á árinu. Knapi er Helga Una Björnsdóttir.
Húni frá Ragnheiðarstöðum er hæst dæmda hross sem hefur farið út á árinu. Knapi er Helga Una Björnsdóttir.
Mynd / Óðinn Örn
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Samkvæmt tölum WorldFengs – upprunaættbókar íslenska hestsins, munu útflutt hross á árinu 2024 vera 1.318 hross talsins. Hrossin fóru til 19 landa. Árið 2023 voru útflutt hross alls 1.592 og árið 2022 voru þau 2.085 talsins.

Flest hross fóru til Þýskalands sem endranær, 596 talsins, en 154 hross voru flutt til Danmerkur, 125 til Austurríkis og 116 til Svíþjóðar.

Hross fóru einnig til Belgíu, Kanada, Sviss, Finnlands, Færeyja, Frakklands, Bretlands, Grænlands, Ungverjalands, Lúxemborgar, Hollands, Noregs, Póllands, Slóveníu og Bandaríkjanna.

Hæst dæmda útflutta hross það sem af er árinu er Húni frá Ragnheiðarstöðum, efsti hestur í flokki 6 vetra stóðhesta á Landsmóti hestamanna, en hann hlaut þá 8,72 í aðaleinkunn. Hann fór til Danmerkur en eigendur hans eru Flemming Fast og Gitte Fast Lambertsen.

Af öðrum hátt dæmdum útfluttum hrossum hingað til eru Hilmir frá Árbæjarhjáleigu II, Hnokki frá Þóroddsstöðum, Flygill frá Stóra- Ási og Olga frá Lækjarmóti II.

Útflutningur á hrossum lá niðri um nokkurra vikna skeið í sumar vegna viðgerða á farmflugvél Icelandair Cargo sem sér um flutning hrossa frá Íslandi.

Skylt efni: útflutningur hrossa

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...