Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Minni heildaruppskera var í kornræktinni á síðasta ári en árið á undan en margir bændur á Suðurlandi náðu ekki að sá sínu korni vegna bleytu.
Minni heildaruppskera var í kornræktinni á síðasta ári en árið á undan en margir bændur á Suðurlandi náðu ekki að sá sínu korni vegna bleytu.
Mynd / smh
Fréttir 11. janúar 2024

Færri ræktendur og minni heildaruppskera

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nokkur samdráttur var í kornrækt árið 2023 miðað við árið á undan.

Borgar Páll Bragason.

Kornræktendur voru færri og heildaruppskeran minni en árið 2022. Lélegt tíðarfar á Suðurlandi á liðnu vori er aðalástæða þess.

Tölur frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sýna að fjöldi kornræktenda var 261 talsins árið 2023 og fækkaði um þrjátíu og tvo frá því árinu áður þegar þeir voru 293, þar af voru 29 færri á Suðurlandi.

„Ástæðan fyrir samdrættinum tel ég vera tíðarfarið í vor á Suðurlandi. Það voru margir bændur sem ekki sáðu neinu korni því þeir komust ekki um vegna bleytu og aðrir sáðu talsvert minna en þeir ætluðu sér,“ segir Borgar Páll Bragason, fagstjóri hjá RML.

Uppskera ársins 2023 nam um 9.290 tonnum alls af þresktu korni, en var um 9.785 tonn árið 2022 samkvæmt gögnum úr Jörð.is. Þar kemur fram að bygg hafi verið ræktað á 3.274 ha, hafrar á 128 ha, vetrarhveiti á 46 ha, vetrarrúgur á 37 ha og vorhveiti á 10 ha.

Tölurnar benda til þess að uppskerumagnið hafi numið um 3,2 tonnum að meðaltali á hektara, en frá 2019 náðist slíkt uppskerumagn einungis á árinu 2021. Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu var greiddur út jarðræktarstyrkur fyrir ræktun á 3.375 hekturum kornræktarlands á síðasta ári samkvæmt umsóknum frá 250 kornræktendum, en árið á undan var greitt fyrir ræktun á 3.450 hekturum samkvæmt umsóknum frá 283 ræktendum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...