Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Lárus Á. Hannesson formaður LH með hest sinn Hergil frá Þjóðólfshaga 1.
Lárus Á. Hannesson formaður LH með hest sinn Hergil frá Þjóðólfshaga 1.
Mynd / ghp
Fréttir 23. júlí 2018

Færri komast að en vilja

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Aukinn þjónustuþörf í íslenskri hestamennsku um heim allan kallar á afkastameiri háskóla í reiðmennsku að mati Lárusar Ástmars Hannessonar, formanns Landssambands hestamannafélaga. Hann telur brýnt að gera áætlun um stækkun hestafræðideildar Hólaskóla um helming.
 
„Reiðmennskunni hefur fleygt fram, hún er orðin nákvæmari og lærðari. Með tilkomu reiðhalla er einnig orðið mikið meira um reiðkennslu. Hestamönnum finnst gaman að læra meira og þjónustuþörfin fyrir kennslu því orðin mikil. Við þurfum menntaða og góða kennara til að mæta þessari þörf,“ segir Lárus Ástmar og bendir á að vöntunin á lærðum fagmönnum í hestamennsku sé ekki eingöngu hérlendis. 
 
Íslenskum hestum fjölgi stöðugt víða um heim og eigendur íslenskra hrossa erlendis þurfi faglega handleiðslu reiðkennara við þjálfun og umönnun. „Ég held að hestafræðideildin þyrfti að taka inn 30–40 nýnema á hverju til að mæta þjónustuþörfinni.“
 
Fjármagnsskortur hindrar stækkun
 
Sveinn Ragnarsson, deildarstjóri hestafræðideildar við Háskólann á Hólum, tekur í sama streng. „Þörfin á vel menntuðum fagmönnum hefur aukist og mun aukast enn meira.“
 
Mikil umfram eftirspurn sé um að komast í reiðmennsku- og reiðkennaranám. „Á hverju ári þurfum við að vísa frá helmingi umsækjenda sem þó hafa færni og eiga erindi í skólann. En til þess að geta stækkað skólann þarf áframhaldandi uppbyggingu og aukið fjármagn frá ríkisvaldinu.“
 
Um 20–24 nýnemar eru teknir inn í nám við hestafræði við Hólaskóla ár hvert. Námið er þriggja ára langt en Sveinn segir að um 16–18 reiðkennarar útskrifist ár hvert með BS-próf.
 
„Námið er krefjandi sem reynir á margt. Til þess að standast það þarf mikla reiðfærni, nemandinn þarf að geta kennt bæði ungum sem eldri knöpum og auk þess tileinkað sér vísindaleg vinnubrögð.“ Við það má svo bæta að nemendurnir, þar á meðal þeir 30–40% erlendra nemenda sem stunda nám við hestafræði, þurfa að geta tjáð sig bæði í ræðu og riti á íslensku. 
 
Mastersnám í burðarliðnum
 
Sveinn segir að innan Hólaskóla sé verið að vinna að því að koma á fót mastersnámi í reiðmennsku og reiðkennslu. 
 
„Ástæðan fyrir aðsókninni í skólann eru gæði námsins. Það sýnir sig best í útskrifuðum nemendum okkar og góðu orðspori. Við teljum að menn þurfi að hafa ákveðna þekkingu til að geta sinnt þessum störfum og hér fer fram mikil þjálfun í færni. 
 
Við erum ekki tilbúin til að slá af gæðum til þess að taka fleiri inn. Þess vegna þurfum við á áframhaldandi uppbyggingu að halda og til þess þarf fjármagn. Við erum að reyna að efla og stækka námið, t.d. með því að fara af stað með meistaranám, en fjármagnsskortur hefur hamlað gegn því.“
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...