Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Færeyingar hrifnir af íslensku hrútakjöti
Fréttir 3. nóvember 2016

Færeyingar hrifnir af íslensku hrútakjöti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Frændur okkar í Færeyjum eru hrifnir af íslensku hrútakjöti sem þeir þurrka og gera úr skerpukjöt. Á þessu ári verða fluttir 360 hrútaskrokkar til Færeyja en markaður er fyrir að minnsta kosti 800.

Petur Sørensen, starfsmaður Landshandling í Færeyjum, segir að undanfarin þrjú ár hafi fyrirtækið flutt inn hrútakjöt frá Íslandi til Færeyja. „Færeyingum líkar mjög vel við ógelt íslenskt hrútakjöt og það er mikið þurrkað til að búa til skerpukjöt og dýr matur í Færeyjum.“

Innflutningur á hrútakjöti til Færeyja hófst fyrir þremur árum og segir Petur að fyrsta árið hafi Landshandlingin flutt inn 60 skrokka en annað árið hafa þeir verið rúmlega 400. „Í ár verða þeir líklega 370 en við vildum fá að minnsta kosti 800 en því miður er ekki hægt að fá svo marga skrokka.
Kjötið sem við erum að flytja inn er af öllum hrútum, eins, tveggja og þriggja ára gamlir.“

Færeyingarnir borga 19,5 krónur danskar fyrir kílóið af kjötinu, sem eru um 326 krónur íslenskar.

Að sögn Peturs þurfa skrokkarnir að hanga í allt að sex mánuði til að ná réttum þurrki. Síðurnar þorna fyrst en lærið tekur lengstan tíma að þorna.

Petur segist vona að áframhald og aukning verði á innflutningi á íslenskum hrútum til Færeyja á næstu árum enda um góðan markað að ræða bæði fyrir hrúta- og lambakjöt.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f