Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Fréttir 28. desember 2017

Fækkað og endurskipað í samráðshóp um búvörusamninga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur ákveðið að endurskipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Hópurinn á að ljúka störfum í lok árs 2018.

Í frétt á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi ákveðið að endurskipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga.

Upphaflega var lagt upp með að skipaður yrði sjö manna samráðshópur en í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna hefur fulltrúum fjölgaði í þrettán. Nú hefur verið ákveðið fækka þeim að nýju og verður óskað eftir nýjum tilnefningum á næstu dögum. Tryggt verður að störf hópsins endurspegli áform búvörulaga um „aðkomu afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda að endurskoðuninni.“

Starfið gekk vel þrátt fyrir ólíkar skoðanir
Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að hann eigi eftir að sjá hvað ráðherra ætlar sér með því að endurskipa í hópinn. „Ef ætlunin er að hafa nefndina sjö manna eins og lagt var upp með í upphafi tel ég það í góðu lagi.“ Sindri segir að mikill hugmyndafræðilegur munur hafi verið í hópnum sem Þorgerður Katrín skipaði en starfið í honum hafi gengið vel þrátt fyrir að langt hafi verið í land með að ná niðurstöðu.

Fjölgað úr sjö í þrettán
Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, skipaði hópinn í nóvember 2016. Í upphafi voru sjö í hópnum sem ætlað var að skoða möguleika á endurskoðun búvörusamningsins árið 2019. Eftirmaður Gunnars Braga í starfi, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, endurskipaði í hópinn og fjölgaði fulltrúum í honum í þrettán fljótlega eftir að hún tók við embætti. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...