Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fæðuöryggi - Marghliða hugtak um mat
Líf og starf 4. desember 2020

Fæðuöryggi - Marghliða hugtak um mat

Höfundur: ghp

Fæðuöryggi er til staðar þegar allir menn, á öllum tímum, hafa raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, heilnæmum og næringarríkum mat sem fullnægir þörfum þeirra til að lifa virku og heilsusamlegu lífi. Þetta er skilgreining Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) frá árinu 1996 og segir allt sem segja þarf þegar spurt er: Hvað er fæðuöryggi? Á næstu vikum mun Guðrún Hulda Pálsdóttir blaðamaður fjalla um fæðuöryggi í nokkrum hlaðvarpsþáttum á Hlöðunni.

Guðrún Hulda Pálsdóttir blaðamaður.

„Áhugi á matjurtarækt og sjálfbærni heimilisins fékk mig ofan í þá kanínuholu sem þessir þættir mínir eru afsprengi af. Ég hef velt fyrir mér hversu hátt hlutfall af mat heimilisins ég gæti raunhæft borið í hús frá ætigarðinum mínum og gert smá tilraunir til þess. Ég hef líka velt fyrir mér matvælum sem Íslendingar flytja inn, en gætu kannski mögulega ræktað og framleitt hér á landi sjálfir. Það er ótrúlega gaman að sjá frumkvöðla þróa og framleiða nýjungar, sjá eldhuga byggja upp vistræktargarða, það er jafn rosalega áhugavert að hverfa aftur til fortíðar og sjá að það er ekki meira en ein kynslóð síðan við vorum í raun sjálfbærari en við erum í dag. En handan útópískrar hugmyndar um Ísland sem sjálfbæra matarkistu minnir hvimleiður raunveruleikinn okkur á að við erum eyland á norðurhjara veraldar. Við erum hluti af heimi og háð aðflutningi, við erum rúm 300.000 einstaklingar í heimi sem þarf að fæða 7 billjónir. Loftslagsbreytingar, pólitík, viðskipti, heimsfaraldrar, allt hefur þetta áhrif. Ég ætla að gera atlögu að því að tækla öll þessi mál á sem aðgengilegastan hátt í þáttunum,“ segir Guðrún Hulda sem fær til sín fjölda viðmælenda sem á einn eða annan hátt tengjast fæðuöryggi.

Í þáttunum hyggst hún m.a. fjalla um þætti fæðukeðjunnar frá landbúnaðarframleiðslu, matvælavinnslu, flutninga og verslun og neyslu.

Það sem sagan kennir okkur

Hún fer einnig ofan í sögu fæðuöryggis í íslenskri fjölmiðla­umræðu en í þau fáu skipti sem fjallað var um fæðuöryggi í fjölmiðlum á síðustu öld var það oftast einn maður, dr. Björn Stefánsson, sem mundaði pennann.

„Ég er sannfærður um, að yfirleitt þyrfti ekki nema nokkurra mínútna mál til að skýra þetta fyrir útlendingi, svo að hann skildi, að það væri óvitaskapur að nýta ekki gæði landsins til að tryggja fæðuöryggi. Það er stutt að líta til Grænlands. Þar er lítil sem engin fóðurræktun og engar mjólkurkýr og ekki garðyrkja. Þar þyrfti ekki langa stöðvun aðdrátta til að fólk yrði hungurmorða. Það er óvitaskapur að gera sér ekki grein fyrir þessu,“ segir Björn m.a. í aðsendri grein í Tímanum árið 1991.

Í forvitni sinni fletti Guðrún Hulda upp dr. Birni í símaskránni og hringdi í hann. Það varð úr að hann arkaði til hennar í Bændahöllina og þáði kaffispjall sem heyra má í fyrsta þættinum.

Matvælastefna kynnt

Vopnfirðingurinn Kári Gautason búfjárerfðafræðingur ræddi um fæðuöryggi frá fjölbreyttum hliðum í öðrum þætti hlaðvarpsins.

Samræður spunnust meðal annars um eldsneyti og orkugjafa, laukrækt, tilgátur að smáforritum, danska verslunarhegðun og birgðastöður einstaklinga og þjóðar. Tilefni samtalsins var vinna verkefnahóps, sem Kári sat í, um mótun matvælastefnu fyrir Ísland, sem hefur verið í mótun síðustu misserin. Stefnunni er ætlað að flétta saman málefni matvæla þverfaglega og fjallar hún um tengsl þeirra við lýðheilsu, byggðarmál og stöðu neytenda sem og samspili matvælaframleiðslu og loftslagsbreytinga um leið og henni er ætlað að efla ímynd Íslands sem matvælalands.

Formaður verkefnahópsins, Vala Pálsdóttir, mun kynna efni stefnunnar í hlaðvarpinu samhliða útgáfu hennar.

Fæðuöryggi kemur út aðra hverja viku og má hlusta á þættina á vefsíðu Bændablaðsins, bbl.is sem og á öllum helstu streymisveitum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...