Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fugl á Ítalíu.
Fugl á Ítalíu.
Mynd / Kai Rohweder–Unsplash
Utan úr heimi 25. apríl 2023

Fá viðlagastuðning vegna fuglaflensu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ítalskir bændur fá 27,2 milljónir evra í bætur frá ESB vegna 294 tilfella fuglaflensu haustið 2021.

Faraldur gekk um nokkur héruð á Ítalíu milli 23. október til 31. desember 2021. Stjórnvöld gripu umsvifalaust til mikilla smitvarna til að halda aftur af útbreiðslu sóttarinnar, en þær leiddu jafnframt til mjög minnkaðrar innkomu. Bændur sem voru með kjúklingaeldi, eggjaframleiðslu, kalkúna, endur og perluhænsn urðu fyrir mestum áhrifum. Tjónið fólst helst í ónýtum vörum eða að þær væru færðar niður um gæðaflokk.

Eftir formlega beðni frá ítölskum stjórnvöldum komst Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að þeirri niðurstöðu að ESB myndi standa undir helmingi þess kostnaðar sem ítölsk stjórnvöld hafa lagt út til að styðja við bændur á þeim svæðum sem verst voru útsett. Einungis bændur á fyrir fram ákveðnum svæðum eiga heimtingu á fjárstuðningi fyrir tjón sem gerðust í lok árs 2021. Greiðslurnar munu koma úr varasjóði landbúnaðarins og eiga að skila sér í lok september á þessu ári. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Skylt efni: fuglaflensa

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f