Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fá heimild héraðsdóms til að endurskipleggja reksturinn
Fréttir 17. júlí 2020

Fá heimild héraðsdóms til að endurskipleggja reksturinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Héraðsdómur Reykjavíkur veitti fyrir helgi Hótel Sögu ehf. og Bændahöllinni ehf. heimild til fjárhagslegrar endurskoðunar á grundvelli nýsamþykktra laga nr. 57/2020 um heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrirtækja.

Að fengnum þessum heimildum fá stjórnendur félaganna mikilvægt svigrúm til að endurskipuleggja rekstur þeirra, hvort sem er með samningum við kröfuhafa, endurfjármögnun núverandi skuldbindinga, nýju hlutafé eða með öðrum hætti.

Líkt og önnur ferða-þjónustufyrirtæki hefur Hótel Saga orðið fyrir tekjufalli í kjölfar kórónaveirufaraldursins. Miðað við tekjur þess á sama tíma í fyrra er samdrátturinn í kringum 90%.

Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmda­stjóri Hótel Sögu og Bænda­hallar­innar.

Erfiður rekstur

Þrátt fyrir þessa erfiðu stöðu hefur stjórnendum og eigendum félaganna tekist að halda rekstri hótelsins gangandi. Engu að síður töldu þeir mikilvægt að óska eftir heimild héraðsdóms til fjárhagslegrar endurskipulagningar við þessar erfiðu rekstraraðstæður til þess að fá svigrúm til að endurskipuleggja reksturinn til framtíðar litið, en heimild til fjárhagslegrar endurskipulagningar kemur Hótel Sögu í greiðsluskjól og kemur í veg fyrir að kröfuhafar geti gengið að félögunum og eignum þeirra á meðan heimildin er í gildi og endurskipulagningin stendur yfir.

Sigurður Kári Kristjánsson hæstaréttarlögmaður tilsjónarmaður

Stefnt er að því að rekstri Hótels Sögu verði fram haldið nú þegar úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur liggur fyrir. Sigurður Kári Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður hjá Lögmönnum Lækjargötu, sem var félögunum innan handar við að afla heimildanna, hefur verið skipaður aðstoðarmaður þeirra við hina fjárhagslegu endurskipulagningu.

Sigurður Kári Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður.

Tíminn nýttur til að finna lausn

Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmda­stjóri Hótel Sögu og Bænda­hallar­innar, telur þann áfanga sem náðst hefur mikilvægan fyrir hagsmuni félaganna og aðaleiganda þeirra, Bændasamtök Íslands. „Nú er verkefnið að nýta næstu þrjá mánuði vel við að leita samninga og finna framtíðarlausnir á vanda félaganna. Við ætlum okkur að gera það og munum skoða alla möguleika sem bjóðast í þeim efnum,“ segir Ingibjörg í samtali við Bændablaðið. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f